Trúað fólk er hamingjusamara. Ergo, sé því gert auðvelt um vik að sætta sig við trúna, ætti það að sækjast í hana. Þetta kemur heim og saman við viðræður mínar við trúað fólk sem vill flest helst fá að halda í sína trú. Viðkomandi vilja helst fá að trúa því að, t.d., líf sé eftir dauðann, enda er auðveldara að ímynda sér það en að allt “stoppi”. Okkur finnst við ekki geta skilið þá tilfinningu, þótt raunin sé sú að við missum einfaldlega meðvitund - rétt eins og þegar við sofnum, rotumst eða...