Ég var einhvern tíma að leigja Friends og lenti í því að það gleymdist að setja spóluna í. Ég var ekkert að spá í hvað hulstrið var óvenju létt og fattaði ekki fyrr en daginn eftir þegar ég ætlaði loksins að horfa á spóluna að hulstrið var tómt. :P Ég fór bara aftur í Nesval daginn eftir og fólkið þar er svo næs að ég fékk að hafa spóluna annan sólarhring og svo fékk ég aðra ókeypis mynd með. Alltaf gott að eiga viðskipti við Nesval :D