Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Fairy
Fairy Notandi frá fornöld 416 stig

Re: Tvöfalt Siðferði

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Það getur velverið að það sé ekki samræmi hér á milli. Þó þekki ég enga manneskju sem er jafn mikið á móti lögleiðingu kanabis og mig sjálfa. Málið snýst einfaldlega ekki um samræmi, heldur hvar á að draga línuna og í guðanna bænum hlífið mér við frjálshyggjuræðunni. Ef þú byrjar að dópa, þá bitnar það ekki eingöngu á þér heldur líka ástvinum þínum. Hvernig fór með hvalveiðar? Fólk gafst upp og samþykkti bann við hvalveiðum. Núna eigum við að fara að hætta fiskveiðum. Hvað myndi gerast ef...

Re: Barnanýðingar og réttlæti

í Deiglan fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Thew, enn ertu byrjaður. Hljóma ég eins og ég hafi meiri þekkingu en þú á þessu? Það getur vel verið, annars þá get ég ekki dæmt um það vegna þess að ég hef ekki hugmynd um hveru mikið ÞÚ veist um þetta mál. En mér finnst að þú meigir fara með þessa minnimáttarkend þína til sálfræðings eða e-ð álíka og hlífa okkur “huga”-mönnum gagnvart fórnarlambshlutverki þínu. Og líka skítkastshrópununum. Ef þú höndlar ekki umræðuna hérna án þess að koma með e-ar yfirlýsingar reglulega um að það sé verið...

Re: Gullkorn frá Jesú

í Deiglan fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Nei nú ertu að misskilja. Það stendur: biðjið og yður mun gefast. Ef þú biður um fyrirgefningu þá gefst þér hún. Með fyrirgefningunni hafa allar syndir þínar afmáðst (skv. nýja sáttmálanum) og þá kemstu til himna. Skv báðum sáttmálunum kemst aðeins syndlaust fólk himna. En eins og áður hefur komið fram þá var enginn syndlaus og því þurfti aðrar aðgerðir til að bjarga mannkyninu frá hel og það var þar sem Jesú tók til sinna ráða. Það var e-r sem líkti synd við skuld gagnvart Guði. Hver synd...

Re: Barnanýðingar og réttlæti

í Deiglan fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Bíddu, Hvar les ég e-ð út úr skrifum þínum sem er ekki þar? —— Hvar segi ég að það á að dæma menn án dóms og laga? (kemur frá þeim sem sagði að ég lesi e-ð útúr skrifum hans sem er ekki þar). Ég held að þú hafir algerlega misskilið mig frá upphafi. Ég er ekki að tala um sakborningana. Ég er að tala um fórnarlömbin (börnin). Ef þú hefur e-ð fylgst með því hvernig hann kemur fram í réttarsal þá myndirðu vita hvað ég er að meina. Þó geri ég ekki ráð fyrir því v.þ.a almenningi er ekki hleypt inn...

Re: Gullkorn frá Jesú

í Deiglan fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Allar persónurnar í biblíunni syndguðu (nema Jesú). Það réttlætir ekki syndina. Guð fordæmdi dæturnar sem drukku faðir sinn fullan og sváfu svo hjá honum. Hann fordæmir syfjaspell. Gullkornið Það sem Jesú var að segja var að fólk syndgar líka í hugsunum og fólk ræður ekki hugsunum sínum. Því fara allir menn sem nokkurn tíma hafa fæðst til helvítis skv gamla sáttmálanum. Þess vegna VARÐ Jesú að deyja á krossinum til þess að forða því. Lestu ensku útgáfuna af biblíunni. Þar er þetta miklu skýrar.

Re: Barnanýðingar og réttlæti

í Deiglan fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Enn og aftur byrjar þú að tala um skítkast Thew. Ég held að þú ættir að eyða meiri tíma í að athuga sjálfsálitið hjá þér heldur en að vera endalaust að kvarta undan skítkasti sem enginn tekur eftir nema þú. En segðu mér eitt, finnst þér allt í lægi hvernig Jón Steinar ræðst á börn fullum þunga og brýtur þau niður til þess eins að fá sínu framgegnt? Það sem þú sagðir var rétt. Það er auðvelt að stjórna því sem börn segja og Jón Steinar veit fyllilega vel hvað hann er að gera þegar hann kemur...

Re: Barnanýðingar og réttlæti

í Deiglan fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Málið er að ef þú svo lítið sem horfir á klámmynd af barni, þá ertu að brjóta lögin. Að því leitinu til þá er þetta full réttlætanlegt að eyða síðunum og koma þannig í veg fyrir að fólk brjóti lögin (með því að fara á þær). —– …heimasíður sem þú mátt og mátt ekki skoða… Þetta snýst einfaldlega bara ekki um ÞIG geysus, heldur FÓRNARLÖMBIN, börnin. —– Núna um daginn var maður dæmdur sekur fyrir kynferðislega misnotkun á stúlkubarni. Hann situr inni í 30 daga. Þetta eru hrein og bein skilaboð...

Re: Smá hugleiðingar um Kristni...

í Deiglan fyrir 23 árum, 7 mánuðum
uh… úps gleymdi: Biblían fordæmir víst sifjaspell. Ég man ekki alveg hvar en ég lofa því að ég hef lesið það þannig að þér er óhætt að treysta mér (Ég nenni ekki að fara að stunda e-a heimildarvinnu fyrir saklausar umræður). Þetta með Kain og Abel var eiginlega bara smá spaug. Auðvitað áttu Adam og Eva líka dætur skv biblíunni.

Re: Smá hugleiðingar um Kristni...

í Deiglan fyrir 23 árum, 7 mánuðum
OK Malkav þú ert aðeins að misskilja. Lestu aftur. Ég sagði að boðorðin standa enn. En skv gamla sáttmálanum fer hver sá sem brýtur boðorðin til helvítis. Skv nýja sáttmálanum þá á fólk möguleika á fyrirgefningu og getur því farið til himna fyrir tilstuðlan Jesú. Hann kvaldist á krossinum og hefur því borgað fyrir allar syndir mannanna. Þannig BREYTTIST ALLT eftir dauða hans. Margir halda því fram að hann hafi misst trúna á krossinum því að hann hrópaði: “Guð minn guð minn því hefur þú...

Re: mjög trúuð miðað við það sem gengur og gerist?

í Dulspeki fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Margir halda því fram að þeir þekki Guð persónulega

Re: HÖzzl á djammi vitleysa eda.....

í Djammið fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Oh… Stundum hef ég lennt í því að birja með alveg frábærum gaurum á djamminu. Svo þegar ég hitti þá edrú þá eru þeir oft alveg hundleiðinlegir. Það eru margir skemmtilegir þegar þeir eru fullir en maður ætti kannski að fara sér hægt í að byrja með þeim.

Re: Var Hitler vondur?

í Dulspeki fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Þið verðið aðeins að gera ykkur grein fyrir því að seinni heimstyrjöldin var ekki síður bandamönnum að kenna en Þjóðverjum. Það eina sem Hitler á algerlega heiðurinn af er helförin. En þá spyr maður kannski: Var hann heill á geði undir lok? Hvernig getur maður sem er ekki heill á geði verið vondur? Hvernig getur maður sem er ekki heill á geði verið ábyrgur gjörða sinna? Seinni heimstyrjöldin kemur í raun í beinu framhaldi af þeirri fyrri. Þjóðverjar biðu ósigur í þeirri fyrri og voru þeir...

Re: Sjálfstæðisflokkurinn

í Deiglan fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Að mínu mati hefur Jón Steinar selt sál sína fyrir slikk. Því er kannski við hæfi að spyrja: Þegar Jón Steinar fær barnanýðing sýknaðan og nýðingurinn fremur aftur glæp, er það þá ekki blóð af höndum Jóns? Hvað segir það um sjálfstæðisflokkinn að slíkur maður er í honum?

Re: Smá hugleiðingar um Kristni...

í Deiglan fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Hm… Ef kristinn maður myndi segja það um önnur trúarbrögð sem þú varst að segja um kristni, þá yrði allt vitlaust. Margt af þessu er alveg rétt, t.d. biblían getur ekki verið fullkomin af því að hún er skrifuð af mönnum en margt af þessu eru hreinir og beinir fordómar í garð kristinnar trúar. Svo ertu sums staðar ekki alveg samkvæm sjálfri þér. T.d þar sem þú segir að við eigum ekki að láta segja okkur hverju við eigum að trúa heldur hugsa sjálf en bætir svo við að allir sem eru í kristnum...

Re: mjög trúuð miðað við það sem gengur og gerist?

í Dulspeki fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Bíddu, þetta er mótsögn hjá þér. Þú ert að segja að hvítasunnusöfnuðurinn meigi ekki segja okkur hvað við eigum að trúa á, en segir okkkur svo sjálf/ur hvað við eigum að trúa á. Hvað er að?

Re: Réttur neytenda gagnvart bankakerfum.

í Deiglan fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Það hafa bara gamlar færslur verið að koma inn. Þetta er nokkuð sem þú verður að passa sjálf/ur. Við hverja innistæðulausu færslu sem þú færir inn, borgar þú 600 og e-ð krónur sem e-s konar sekt fyrir að fara á fit. Áður fyrr missti fólk hreinlega kortið sitt en nú er þetta ein helsta tekjulind bankanna. Lausnin felst ekki í því að fá sér yfirdráttarheimild. Flestir nýta sér hana bara til botns og eru þá komnir í sömu vandræði og áður, bara nokkrum tugum þúsunda í mínus + vextir. Lausnin...

Re: meira um ísrael

í Deiglan fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Eða kannski eru menn bara annarar skoðunnar og þú. Hefurðu nokkurn tíman pælt í því? Það er auðvelt að láta skoðanir sínar í ljós þegar engin er nærri til að koma með mótrök. Ég býst við að það sé meiginástæðan fyrir því að Ísrael/Palistína umræðan er svona vinsæl hér inni á huga.

Re: Femínistar? PFFFFF... rofl

í Deiglan fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Mig langar bara til að lýsa yfir ánægju með það hvernig umræðan um samskipti kynjanna hefur breyst á Huga síðan ég var hér síðast. Þanngað til núna hafa nokkrar karlrembur hérna einokað umræðuna og verið í stuttu máli að kveinka sér yfir því að þurfa nú loksins að læra að skúra gólf. Auðvitað eru nokkrir slíkir hér inni enn og er býst ég við ekkert við því að gera. Þeir verða þá bara að falla eða standa með skoðunum sínum. En eftir að hafa lesið umræðuna hef ég tekið eftir því að menn eru...

Re: Trú, Trúleysi og Þjóðkirkja

í Deiglan fyrir 23 árum, 8 mánuðum
“Trú er hættuleg, sérstaklega kristin” !!! Malkav, þetta eru bara fordómar.

Re: Hvað er Lusifer?

í Dulspeki fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Reyndar þá sendi ég á annan tug einhyrningamynda sem ég hafði mikið fyrir að útbúa fyrir svona tveim mánuðum síðan. Engin þeirra var byrt og ég meina engin. Ég hef ekki reynt að senda inn mynd á huga síðan.

Re: Trú og mannréttindi

í Deiglan fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Af hverju var þá ösku Guðrúnar Katrínar dreift? Orðið borða er tekið frá því að fólk sytur við BORÐ á meðan það er að næra sig. Er óvirðing gagnvart fólki sem stendur á meðan það er að nærast, að segja að það sé að borða. Ef e-r myndi byrja að kvarta og kveina undan því, hvað myndi það flokkast undir?

Re: Trú og mannréttindi

í Deiglan fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Sko! með það að garðurinn heiti “kirkjugarður”, - Þetta flokkast nú eiginlega bara undir nöldur. Myndurðu frekar vilja að það mætti dysja menn út um allar trissur. Orðið kirkjugarður er tekið frá þeim tíma þegar allir menn voru jarðsettir fyrir utan KIRKJUR. Það kemur trú í raun ekkert við. Auk þess þá geturðu látið brenna þig og ættingjar þínir halda öskunni þér til mynningar, eða henni er dreyft á e-n sérstakan stað. Þó er ég sammála þér að það á að aðskilja ríki og kirkju. Og það...

Re: Enn og aftur um mannréttindi

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Já þetta eru rök. Ef boxið er leift, af hverju þá ekki að leifa rússneska rúllettu? Ég býst við að meðfylgjendur hennar kæmu með sömu rök og boxararnnir. Reyndar eru rökin ekki list, heldur að hinar íþróttirnar eru sjálfsvarnaríþrótt en boxið felst í því að halda áfram að berjast þangað til annar hreinlega lyggur. Reyndar (eins og alltaf) þá snýst þetta eiginlega bara um peninga. Mér er anskotans sama þótt einhverjir hálvitar úti í bæ vilja fá lagaheimild til þess að berja hvorn annan í...

Re: Enn og aftur um mannréttindi

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Já þetta eru rök. Ef boxið er leift, af hverju þá ekki að leifa rússneska rúllettu? Ég býst við að meðfylgjendur hennar kæmu með sömu rök og boxararnnir. Reyndar eru rökin ekki list, heldur að hinar íþróttirnar eru sjálfsvarnaríþrótt en boxið felst í því að halda áfram að berjast þangað til annar hreinlega lyggur. Reyndar (eins og alltaf) þá snýst þetta eiginlega bara um peninga. Mér er anskotans sama þótt einhverjir hálvitar úti í bæ vilja fá lagaheimild til þess að berja hvorn annan í...

Re: Re: Re: Re: Opið bréf til Fairy

í Djammið fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Málið er Vargur, að þetta er komið út í eintóma vitleysu. Það er að hluta til líka mín sök, ég leifði þessu að viðgangast. Það eru þó ein mistök sem ég þarf ekki að lifa við. Eins og hefur komið fram áður, þá veistu ekki um hvað þú ert að tala (og þú mótmæltir því ekki einu sinn sjálfur þannig að ég geng út frá því að það sé rétt). Þó heldur þú því fram að þú getir engu að síður tjáð þig um málið, þótt þú hafir ekki minnstu hugmynd um hvað þú ert að tala. Það er bara fjarstæða. þú GETUR ekki...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok