Okey, ég vil byrja á að segja að þau skilaboð sem að stjórnvöld senda til almennings emð því að gefa þeim sem svíkja undan skatti hærri dóm en kynferðisafbrotamönnum eru hreint út sagt ógeðfeld!! Það er ekki hægt að sýna betur framm á að peningar haf meira gildi en mannslíf, heldur en gert er með þessu. En hinnsvegar verð ég að segja að ég er ekki viss um að lengri fangavist myndi bjarga málunum, þ.e. ég held, eins og rannsóknir benda á, að enginn verði betri maður af því að fara í fangelsi....