Jæja… ÞAÐ HAFÐIST ! ;) fæðingarframhaldsaga Ég fór uppá sjúkrahús á fimmtudagskvöldið um kl.22, þá aftur komin með mikla verki og 5.mín á milli og var skoðuð, það var ekkert að gerast í útvíkkun (ennþá með 3) ég var á þessum tímapunkti orðin svakalega þreytt, pirruð og grimm.. tíhí þannig að ljóskurnar á vakt buðu mér að fá verkalyf, svefnlyf og rúm til að hvílast í um nóttina, þó þær hefðu enga trú á að nokkuð mundi gerast fyrr en næsta dag. Um miðnætti fékk ég s.s þessa sprautu og átti...