Þetta er verulega sorglegt slys, en ég held nú samt að það sé ekki hægt að setja verðmerkingu á líf barns. Hvað áttu það að fá, 100 milljónir, 10 milljónir, 1000 milljónir? Líf barns er ómetanlegt en það hljóta að vera einhverjir útreikningar sem er notast við til að finna út þessa upphæð, vinnutap foreldra eða eitthvað. Vonandi lærði bara einhver af þessum harmleik og næst þegar svipuð staða kemur upp verður tekið meira tillit til óska foreldra.