DisaD. Þegar er talað um að hús sé fokhelt er verið að tala um byggingarstigið á því. Ef ég man rétt þá fær hús fokheltisvottorð ef það eru komnar fjórar hliðar, þak og plast í glugga og hurðir og þá á að sjálfsögðu eftir að gera helling áður en einhver getur flutt inn. Svo er talað um að hús séu tilbúin undir tréverk og þá er ef ég man þetta rétt, búið að leggja allt rafmagn, hitalögn, setja upp milliveggi gler í glugga og útidyrahurður, þá á eftir að setja gólfefni, mála, setja...