Járnís? Ekki væri ég til í svoleiðis… ;D Ég persónulega hef aldrei verið viss um hversu réttmætt það er að kalla ótta tilfinningu, þar sem hann er uppruninn í eðlisávísun okkar. Maðurinn hefur alltaf átt náttúrulega óvini, svo hann að minnsta kosti hefur aldrei verið nýr. Ég hugsa að þær myndu þá blandast öðruvísi saman, á hátt sem þær hafa kannski ekki gert áður, enda væri umhverfið nýtt. ‘Grunntilfinningarnar’ væru samt sem áður alltaf þær sömu, svona einskonar fastapunktar. :-)