Mér líst bara ágætlega á þetta hjá þér, vekur áhuga þótt conceptið sé ekki nýtt af nálinni. Það eina sem mér fannst óþægilegt hvað nöfnin voru öll tilviljanakennd, sum íslensk, sum hljóma alþjóðleg en sum kannast ég alls ekkert við. Mér finnst vanta eitthvað samræmi þarna á milli. Kannski merkir það hvað hvað heimurinn fer minnkandi, þjóðareinkenni minnka og alþjóðavæðing verður meiri og svo framvegis en þetta er aðallega bara ruglandi að mínu mati.