Æjjjj :'( Það er ömurlegt þegar gæludýr deyja, jafnvel þótt það séu bara pínulitlar mýs. Manni þykir alveg jafn vænt um þær, og finnst þær vera greindustu og bestu mýs í heiminum. Nagdýr eru stórlega vanmetin gæludýr. Ég á sjálf dverghamstur, sem er orðinn gamall, og ég kvíði oft fyrir því að einhvern daginn muni ég finna hann liggjandi í búrinu sínu… Ég þori ekki að hugsa þessa hugsun lengra. Ég samhryggist innilega með músina, það er alveg skiljanlegt að gráta yfir því.