Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Elvis2
Elvis2 Notandi frá fornöld Karlmaður
700 stig
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.

Re: kasettutæki

í Músík almennt fyrir 16 árum, 1 mánuði
Í góða hirðinum.

Re: Korg g4 gítarpedall -skipti

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 1 mánuði
Hmm.. Þessi Lesley hermir færi sennilega langleiðina með að breyta HOG pedalanum mínum í Hammondorgel.. Spurning sko..

Re: Pickuppa hringir óskast! og annað aukadót.

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 1 mánuði
Jamm, Litli Elvis er mættur á svæðið.

Re: Boss DC-3 Digital Dimension til sölu

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 1 mánuði
Hvílíkt kostaboð! Effekt sem gerir ekkert fyrir 14.000 kall! Áttu nokkuð fleiri svona?

Re: Pickuppa hringir óskast! og annað aukadót.

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 1 mánuði
Það ætti að vera hægt, það verður þá bara einhvern næstu daga, ég er í fæðingarorlofi og kemst lítið frá í augnablikinu.

Re: Pickuppa hringir óskast! og annað aukadót.

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 1 mánuði
ég á ónotaðann 500k pott sem þú mátt eiga.

Re: Óska eftir Boss Delay, Line-6 delay eða Moogerfooger?

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 1 mánuði
Ég væri etv til í þennann Murf.. ertu með verðhugmynd?

Re: Töff video

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 1 mánuði
Þetta er tölvugert, teiknimynd semsagt.

Re: another way to die

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 1 mánuði
Ég heyri bara fuzz, sennilega samt einhverskonar octave fuzz eins og hendrix fuzzið frá Dunlop eða jafnvel Fender Blender. Sennilega er gítartrakkið svo compressað alveg í tætlur, það gæti líka verið að hann sé að keyra compressor inn í fender blender, þá brotnar effektinn soldið meira upp. Fyrir mestann partinn eru þetta svo stakar nótur sem hann er að spila, ekki hljómar, stakar nótur bregðast betur við fuzzi heldur en td þvergrip.

Re: Samanburður á distortion/overdrive pedölum..

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 1 mánuði
Jamm, rétt hjá þér, ég var að rugla þeim saman, það er þessi 1974x sem ég var að spá í.

Re: Samanburður á distortion/overdrive pedölum..

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 1 mánuði
Ég fæ kannski að kíkja á þá einhverntímann hjá þér, annars hef ég svosem ekkert að gera við neitt stærra en 10w Minuteman magnarann minn eins og er, ég er bara að búa til og taka upp tónlist heima hjá mér núna, er ekkert að hljómsveitast. Ég er reyndar soldið veikur fyrir þessum 18w Marshall Bluesbreaker mögnurum og sömuleiðis Fender Bassman en er að reyna að vera pínulítið raunsær á hvað mig “vantar” af græjum (Í rauninni vantar mig ekki neitt en ég er bara helsjúkur græjufíkill)

Re: Samanburður á distortion/overdrive pedölum..

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 1 mánuði
Ég geri ráð fyrir að það gerist það sama í marshall og litlum fender nema bara 100 sinnum hærra.. :p Neinei, ég er bara að bulla. Ertu með gamla Marshallmagnara? Ég hafði aðgang að 2 ca 30 ára gömlum stæðum fyrir nokkrum árum síðan og fannst þær frábærar (allt of háværar en samt frábærar) en ég hef ekki verið hrifinn af þeim Marshallmögnurum sem ég hef prófað síðan, er eitthvað varið í nýja Marshalla?

Re: Vesen með brú.....

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 1 mánuði
er ekki hægt að færa gormana til? á fenderum eru tildæmis hankar þar sem gormarnir eru sem hægt er að færa gormana yfir í til að strekkja þá aðeins þannig að brúin veiti meira viðnám og hallist ekki fram..

Re: Samanburður á distortion/overdrive pedölum..

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 1 mánuði
Mig langaði að kaupa Fuzzinn af Gunna en gat ekki réttlætt fyrir mér að bæta fjórða fuzzpedalanum í safnið auk þess sem ég var nýbúinn að kaupa HOGinn af honum.

Re: Alvöru hljóðfæri

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 1 mánuði
Gott að geta kippt einum svona með sér þegar maður þarf að mæta í prufu hjá hljómsveit sem vantar bassaleikara sem spilar líka á gítar, mandólín og banjó, það gæti alveg gerst sko…

Re: (TS) Fulltone Deja Vibe 2

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 1 mánuði
Ég man ekki nákvæmlega hvað hann kostar, einhverja 400 plús dollara minnir mig en þetta er univibe klón sem er með 3 lömpum og hljómar miðað við tildæmis demóin á youtube alveg sjúklega. Þetta fyrirtæki framleiðir alveg gríðarlega flotta lampaeffekta, þetta eru ekki einhverjir feik lampapedalar með pínulitlum lampadruslum sem keyra á batteríum og eru með ljósaperu á bak við lampann sem lýsir svo maður haldi að það sé eitthvað að gerast heldur “alvöru” lampagræja, tékkaðu á vídeóunum fyrir...

Re: (TS) Fulltone Deja Vibe 2

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 1 mánuði
Maður getur aldrei átt of mikið af swirly effektum, ég er að safna mér fyrir þessu helvíti hér. http://www.effectrode.com/website/tubevibe/tv_main.htm

Re: Hvað finnst rokkurum um Idol ??

í Metall fyrir 16 árum, 1 mánuði
Þetta er nottla bara karaokekeppni, ég er ekki með stöð2 og myndi örugglega ekki horfa á þetta ef ég væri með hana.

Re: Margskonar stillingar

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 1 mánuði
Ég er að nota Moogerfoogerinn aðallega sem tremelo/víbratóeffekt bæði við gítar og líka við HOG pedalann til að framleiða orgelvíbrató, hann er alveg frábær í það. Eins tengi ég hann í sjálfann sig (cv out í audio in) og nota hann sem hálfgert theremín, þá býr hann til virkilega feitt moog waveform sem er hægt að nota til að búa til allskonar sírenuleg öskur, það er tildæmis fínt til að nota á nágrannana á morgnana ef þeir hafa verið með hávært partí alla nóttina. Bætt við 6. desember 2008 -...

Re: Gibson, G&L, Ibanez.

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 1 mánuði
Ég hef reyndar aldrei fattað þetta með pickuppana í Gibson Les Paul, að Les Paul Studio sem er frekar ódýr þannig séð sé með sömu pickuppa og Les Paul Custom sem er frekar dýr.. Allavega þá eru Burstbuckers í Les Paul Standardnum mínum og þeir eru fjandi góðir, ég prófaði svona Les Paul Vintage Mahogany og mér fannst hann bara nokkuð góður, mér finnst líka þetta finish sem er á vintage mahogany gíturunum og faded módelunum miklu flottara heldur en þetta þykka lakk sem er á hinum, þykka...

Re: Gibson, G&L, Ibanez.

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 1 mánuði
Ég myndi giska á svona 100 til 120 þús fyrir Gibsoninn, nýr Les Paul Studio kostar 160 þús og þessi er eitthvað aðeins ódýrari nýr minnir mig, ég myndi svo bara spyrja kallana í Hljóðfærahúsinu hvað væri sanngjarnt verð fyrir hina, held að þeir séu með G&L umboðið líka en er ekki viss.

Re: Epiphone Sheratin II til sölu

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 1 mánuði
Ég held að þú sért að skjóta amk 30 þúsundum yfir markið með verðlagninguna á þessum gítar miðað við það sem ég hef verið að sjá þá fara á..

Re: Flottasti rafmagnsgítar sem þú hefur séð?

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 1 mánuði
Þessi hér. http://www.gbase.com/Stores/Gear/GearDetails.aspx?Item=1937463 Og þessi hér. http://www.vintageandrareguitars.com/web/our-catalogue/Other-Makers/Electric-Guitars/item/3755

Re: Margskonar stillingar

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 1 mánuði
Ég er með einn gítar stilltann í standard tuningu en alla tuninguna lækkaða í d og þegar ég hef verið að spila með blásturshljóðfæraleikurum þá nota ég standard tuningu nema lækkaða í d#. Ég stilli stundum Dobroinn minn í opinn d hljóm fyrir slædgítarleik og svo er ég með stillingar á nokkrum af strengjahljóðfærunum mínum sem ég hef ekki hugmynd um hvað heita en eru yfirleitt einhverskonar útgáfur af opnum hljómum.

Re: 2 EHX eftir á bull verði

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 1 mánuði
Jamm, Blue Boxið bíður eftir þér.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok