Ég heyri bara fuzz, sennilega samt einhverskonar octave fuzz eins og hendrix fuzzið frá Dunlop eða jafnvel Fender Blender. Sennilega er gítartrakkið svo compressað alveg í tætlur, það gæti líka verið að hann sé að keyra compressor inn í fender blender, þá brotnar effektinn soldið meira upp. Fyrir mestann partinn eru þetta svo stakar nótur sem hann er að spila, ekki hljómar, stakar nótur bregðast betur við fuzzi heldur en td þvergrip.