Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Elvis2
Elvis2 Notandi frá fornöld Karlmaður
700 stig
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.

Re: RAT - Distortion Gítar effect pedall

í Hljóðfæri fyrir 16 árum
Ég hef verið að sjá þessa pedala fara á 5000 kall hérna, þeir kostuðu tæpann 10 þúsund kall í hljóðfærahúsinu..

Re: Af hverju að breyta 250k í 500k?

í Hljóðfæri fyrir 16 árum
Ég setti 500kohm tónstilli á einhverja Hofner fendereftirlíkingu sem ég átti, það sem hann gerði eiginlega var að toppurinn hélst óbreyttur þangað til þú varst búinn að bakka tónstillinum nánast alveg aftur og þá fór bara pínulítið af toppnum af, þetta var eiginlega alveg tilgangslaust.

Re: Gibson Les Paul til sölu!

í Hljóðfæri fyrir 16 árum
Ekki búinn að selja hann ennþá? Mig dauðlangar í hann, hugsi hugsi “Hvern á ég að ræna?”

Re: Hvernig picupa ætti ég að fá mér

í Hljóðfæri fyrir 16 árum
Gibson ES 335 er semi-hollow sem þýðir að það liggur viðarblokk í gegnum hann miðjann sem pickupparnir skorðast í, það hindrar feedback. Gítarinn sem sá sem setti inn þessa auglýsingu er með er algjörlega hollowbody gítar, þeas eins og kassagítar að innann og pickupparnir dangla í lausu lofti einungis fastir á skrúfunum sem festa þá við toppinn, svoleiðis gítarar eru mjög gjarnir á feedback, ég hef átt 2 svona algjörlega hollowbody og þeir voru algjör feedbackmartröð þegar maður spilaði á...

Re: Gibson Les Paul til sölu!

í Hljóðfæri fyrir 16 árum
Endilega tékkaðu, þetta er soldið eins og að setja auglýsingu “Bíll til sölu verð 370 þús” alls ekki nægilega miklar upplýsingar semsagt. :)

Re: Gibson Les Paul til sölu!

í Hljóðfæri fyrir 16 árum
Það var gaur að reyna að selja Gibson Les Paul Custom frá 1974 á 400.000 upp í Rín fyrir nokkrum mánuðum, sá gítar seldist ekki þrátt fyrir að hann væri bæði af dýrustu tegund af Les Paul OG þetta gamall (og þar af leiðandi eftirsóknarverðari) Það var einn að selja rauðann Les Paul Custom á að mig minnir 250.000 nýlega hér á Huga, finndu út hvernig Les Paul þetta er og settu svo raunhæfari verðmiða á hann.

Re: Gibson Les Paul til sölu!

í Hljóðfæri fyrir 16 árum
Þeir kosta eitthvað svipað glænýjir.. Bætt við 4. janúar 2009 - 21:41 Les Paul Studio kostar nýr í Rín 180 þúsund Les Paul Standard Faded kostar kannski svona 250.000 (ég borgaði 180 þúsund fyrir minn nýjann í Hljóðfærahúsinu) Les Paul Standard kostaði 300.000 í Rín áður en gengið fór í fokk..

Re: Hvernig picupa ætti ég að fá mér

í Hljóðfæri fyrir 16 árum
Geturðu nefnt dæmi um einhvern sem notar emg í hollowbody gítar? Ég stórlega efast um það. EMG + Hollowbody = Does not compute. Emg og aðrir high output humbuckerar þurfa helst að liggja í solid body gítar, ég kann ekki alveg eðlisfræðina bakvið afhverju það er, sjálfsagt eitthvað með að massi viðarins sem umlykur pickuppinn hindri það að einhverju leyti að gítarinn leysist upp í vælandi feedback af minnsta tilefni.

Re: Hvernig picupa ætti ég að fá mér

í Hljóðfæri fyrir 16 árum
Ég er ekki viss um að pickuppar með miklum output styrkleika eins og EMG virki vel með hollowbody gítar, held að þú værir að kalla yfir þig allskonar leiðindi td óæskilegt feedback. Eitthvað meira í áttina að medium output humbuckerum ætti að virka betur td Seymour Duncan JB eða eitthvað slíkt, án þess að vita það fyrir víst þá finnst mér sennilegt að Foo Fighters gítarsándið komi ekki úr EMG pickuppum, ég held að EMG sé meira fyrir einhverja þungarokkara.

Re: Hljóðfærin sem ég hefði aldrei átt að selja

í Hljóðfæri fyrir 16 árum
Veistu, þetta eru ekkert spes gítarar, jú þeir eru djöfull fallegir en það er nánast ekkert sustain í þeim og minn amk átti það til að vanstillast innbyrðis nokkuð reglulega, kom það til af því að búkurinn er alveg holur að innann og stóllinn var óttalegt skrapatól sem átti það til að hreyfast til ef maður notaði sveifina. Ég er ekki alveg viss en mig minnir líka að hann hafi verið með aðeins styttri háls en gengur og gerist, allt þetta hjálpaðist að við að gera þennann gítar að einhverju...

Re: Rændu mig 2 !!!

í Hljóðfæri fyrir 16 árum
Maður horfir á þetta og hugsar “Bíddu? Var hann að reka hljóðfæraleigu?” Ég ætla að sjá hvað verður eftir þegar ég er búinn að borga vísareikninginn, maður getur aldrei átt of mörg fuzzbox..

Re: Hvað hafið þið keypt á árinu?

í Hljóðfæri fyrir 16 árum
Ég er með marga stóra fataskápa, svo er sumt af dótinu mínu í geymslu hjá öðrum.

Re: Roland JC 120 til sölu!

í Hljóðfæri fyrir 16 árum
Ef ekki væri fyrir það að stúdíóið mitt er minna að flatarmáli en flest hjónarúm þá gæti ég alveg hugsað mér að kaupa þennann magnara..

Re: EHX octave multiplexer skipti

í Hljóðfæri fyrir 16 árum
Ég er í jólaskapi og skal skipta við þig.

Re: Hvað hafið þið keypt á árinu?

í Hljóðfæri fyrir 16 árum
Gibson Flying V, Fokus SG eftirlíkingu, Peavey classic 50 magnara, Gibson Minuteman Magnara, Echoplex tape delay, Electro Harmonix HOG, Shure sm57 hljóðnema og alveg skrilljón gítarpedala..

Re: Hvenig á að gera auðvelt Pedalbreti

í Hljóðfæri fyrir 16 árum
Ég er að mála og teppaleggja stúdíóið mitt eins og er en ég sendi inn myndir þegar þetta er allt komið í stand.

Re: Hvenig á að gera auðvelt Pedalbreti

í Hljóðfæri fyrir 16 árum
Ninja Turtles effektateppi meira að segja! Það verður tæplega svalara en það sko.

Re: Drauma pedal pretið ikkar

í Hljóðfæri fyrir 16 árum
þeir eru skárri þegar það er búið að rífa úr þeim ódýru innyflin og modda þá.

Re: Drauma pedal pretið ikkar

í Hljóðfæri fyrir 16 árum
ég er einmitt með eldgamlann alnicohátalara í Gibsonmagnaranum mínum og ég þori ekki að misbjóða þeim hátalara mikið.

Re: Punktar til hljómsveita sem eru að fara að spila á tónleikum

í Hljóðfæri fyrir 16 árum
Nema ef söngvarinn sé verulega ófríður en sé með sexý rass.. :p

Re: Hvenig á að gera auðvelt Pedalbreti

í Hljóðfæri fyrir 16 árum
Ég keypti Teenage mutant ninja turtles teppi í toys r us fyrir 1000 kall, setti svo franskann rennilás neðan á pedalana mína og er kominn með, öh, effektateppi.. :D

Re: Drauma pedal pretið ikkar

í Hljóðfæri fyrir 16 árum
Neinei, ekkert vesen með HOGinn, vesenið er bara að ég er að keyra synthhlutann af honum í Roland Microcube magnara og það grey er greinilega ekki að höndla lægri tíðnisviðið, ég hugsa að bassamagnari sé heppilegri fyrir hoginn (lægra tíðnissvið og mun meira headroom heldur en microcubeinn)

Re: Drauma pedal pretið ikkar

í Hljóðfæri fyrir 16 árum
Úff, ég þoli ekki boss pedala, mér finnst þeir einhvernveginn svo karakterlausir, annars á ég alla pedala sem mig vantar en ætla að bæta við mig nokkrum Moog pedölum, það eina sem mig vantar núna er lítinn bassamagnara til að keyra HOG pedalann í vegna þess að ég er að keyra allt draslið í stereó og venjulegur gítarmagnari er enganveginn að höndla allt tíðnisviðið sem HOGinn er að skila.

Re: ÓE: Söng effectatæki, EQ og Compressor

í Hljóðfæri fyrir 16 árum
Ég sé það reyndar núna að ég kemst ekki fyrr en á morgun til að sækja compressorinn, hef samband þegar hann er kominn í hús.

Re: ÓE: Söng effectatæki, EQ og Compressor

í Hljóðfæri fyrir 16 árum
Ókei, ég sæki compressorinn seinna í dag og hringi svo í þig, ég er í breiðholtinu.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok