Ég fékk bæði “Sódómu reykjavík” og “Djöflaeyjuna” með pulsupökkum, fínar myndir báðar tvær, ég hafði einnig farið að sjá þær í bíó. Ég myndi ekki kaupa pulsupakka þótt heildarverk Þráins Bertelssonar (Lífsserían ofl) fylgdu með, finnst þær ekki svínagarna virði. Ég myndi aftur á móti láta mig hafa það að kaupa kjötfars ef “101 Reykjavík” eða “Englar Alheimssins” fylgdu með því. Það er ekki mér að kenna að aðstandendur Íslenskra kvikmynda leggist svo lágt að láta gefa verk sín með matvöru en...