Jæja þá er maður búinn að ýta á play á Metallica Death Magnetic. Og vá segi ég bara, diskurinn byrjar mjög vel, er þéttur og vel spilaður. Það eru svona gamlir, góðir rhythmar hjá þeim sem þeir láta heyrast í, og verð ég bara að segja að ég er mjög ánægður með þessa plötu hjá þeim. 4 af 5 verð ég að segja. Þeir eru líka gamlir og flottir, og mikill munur frá St. Anger sem var skít-sæmileg. En þetta ætti að vera fínt rokk fyrir alla og ég ætla klára hana núna og reyna að láta blæða úr eyrunum...