Alveg sammála. Hef oft tekið eftir því þegar ég kynnist fólki að kannski finnst mér manneskjan ekki beint eitthvað augnayndi, en ef ég tala við viðkomandi í einhvern tíma og kemur í ljós að manneskjan er ofboðslega skemmtileg og uh.. “mín týpa” eða eitthvað, þá finnst mér manneskjan fríkka að utan. Og sama með fólk sem mér þykir kannski ofboðslega frítt við fyrstu sýn, en tala síðan við manneskjuna og það kemur í ljós að manneskjan er alveg drepleiðinleg, og vond, þá sé ég manneskjuna í öðru ljósi.