Eins og ég segi, þetta hefði alveg meikað sens ef þessu hefði verið fylgt eftir, semsagt verið fyrsti parturinn af víðtækari aðgerðum á Miðjarðarhafi. En eftir þetta sneri Hitler sér að Rússlandi, og Rommel sat eftir í NorðurAfríku með allt of lítið lið til að geta unnið Súez-skurð. Svo var látið nægja að hamra á Möltu úr lofti, aldrei reynt að taka eyjuna, sem hefði átt að vera forgangsverkefni. Og árás á Gíbraltar kom aldrei til alvarlegrar athugunar, m.a. vegna þess að Spánverjar héldu í...