Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

DutyCalls
DutyCalls Notandi síðan fyrir 19 árum, 7 mánuðum 52 ára karlmaður
1.644 stig
_______________________

Re: 9/11 Truth

í Deiglan fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Ekki ótrúlegri kenning en þessar 9/11 samsæriskenningar! Það er bara löngu hætt að vera fyndið hversu margir trúa þessu helvítis þvaðri.

Re: Nasistar?

í Dulspeki fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Jújú, þetta merki var líka lógó Eimskips í áratugi.

Re: Kjarnorkuógn Kaldastríðsáranna, Seinni hluti: The Day After

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Takk takk :) Varðandi Kúbudeiluna, þá er Wikipedia greinin um hana alveg ágæt, og með linkum á fleiri síður. http://en.wikipedia.org/wiki/Cuban_missile_crisis

Re: Kjarnorkuógn Kaldastríðsáranna, Seinni hluti: The Day After

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Ekki opinber gögn frá Ísrael, nei. Hinsvegar hefur það verið vitað mál í áratugi að þeir eiga kjarnorkuvopn. Þeirra afstaða hefur alltaf verið “að neita því hvorki né játa”. Þetta er afstaða sem helgast af viðkvæmri alþjóðapólitík. Meira um þetta hér: http://www.nuclearweaponarchive.org/Israel/index.html …þó þessar upplýsingar séu gamlar, eru þær þó í fullu gildi.

Re: Trivia

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Maður þarf nú að vera djöfull mikið Seagal-fan til að þekkja myndirnar í sundur. Meira'segja nöfnin á þeim eru öll svipuð. Veit bara að þessi númer 5 er úr “Under Siege”, einni af minni all-time uppáhalds hasarmyndum, en það er ekki síst að þakka brillíant vondukalla-ofleik Gary Busey og Tommy Lee Jones!

Re: Kjarnorkuógn Kaldastríðsáranna, Fyrri hluti: MAD og Megadeath

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Það hefur enginn toppað það, enda sáu báðar hliðar að nú væru nóg komið.

Re: Kjarnorkuógn Kaldastríðsáranna, Seinni hluti: The Day After

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Takk fyrir það :) Eins og kom fram í fyrri hluta greinarinnar, stóð MAD fyrir “Mutual Assured Destruction”

Re: Neró

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 4 mánuðum
“Hinn afar illi”…? Hverjum hefur svosem ekki á einhverjum tímapunkti í ævinni langað að drepa móður sína, nauðga systur sinni, traðka á konu sinni, og brenna síðan alla borgina til grunna glamrandi á hljóðfæri? Á hans dögum voru bara ekki rétt meðferðarúrræði til. Nokkrir dagar á Bugli og/eða Vogi hefðu eflaust bjargað vesalings drengnum frá ógæfunni sem hann lenti í, og í leiðinni breytt mannkynssögunni.

Re: SS Andrea Doria

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Sko, Jón Ásgeirar & Björgúlfar þessa heims ferðuðust áður yfir Atlantshafið með Concorde. Nú er búið að leggja þeim annars ágætu vélum, og þeir búnir að kaupa einkaþotur. Þannig að hvernig eigum við fátæklingarnir að ferðast þægilega yfir Atlantshafið öðruvísi en sjóleiðis, ef þessum paranojísku líkamsleitum á flugvöllum verður ekki hætt?!

Re: SS Andrea Doria

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Spurning annars með þessi Atlantshafs-farþegaskip. Þau urðu útdauð um 1960, þegar miklu hentugra og fljótlegra var orðið að fljúga, sérstaklega eftir að þotur eins og Boeing 707 og DC-8 komu. Með allt vesenið í kringum flugið núna, 9/11 og þetta svokallaða plott sem Blair & co þóttust hafa komið í veg fyrir um daginn, eru öll “þægindi” gersamlega horfin úr flugi. Ef að fólk þarf að bíða í 2-3 tíma í röð á Heathrow, bara til að lenda nánast í endaþarms-skoðun, til þess eins að vera hrúgað inn...

Re: Fornöld og nútími

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Svolítið óljóst hvað þú ert að biðja um, en ef það eru ensku orðin yfir þessi hugtök, vona ég að þetta hjálpi eitthvað. Stjórnarfar - government lýðræði - democracy einræði - despotism, dictatorship (eða tyranny sem þýðir meira “harðstjórn”, eða totalitarianism sem þýðir “alræði” og á meira við nútímann en fornöld) tímatal - kem því ekki alveg fyrir mig í fljótu bragði, en dettur í hug Chronology eða Calendar skylmingar - fencing, swordfighting lög - laws, legislation baðhús - baths...

Re: SS Andrea Doria

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Mig minnir að þetta hafi verið talið afskaplega klaufalegt slys, því á þessum tíma var kominn radar & álíka græjur í svona stór skip.

Re: Air Atlanda Iceland

í Flug fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Sammála því, en djöfull flott mynd samt. Ljósmyndarinn hefur staðið á miðri flugbrautinni, og ef hann var með húfu á hausnum, hefur hann þurft að halda í hana 10 sekúndum seinna :)

Re: Múslímar hvattir til að drepa páfa

í Deiglan fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Var ekki “teiknimyndafárið” nóg fyrir þessa helvítis bjána? Eru þessir menn alveg harð-ákveðnir í að fá alla heimsbyggðina upp á móti sér? Þær ættu að íhuga það að kaþólska kirkjan er örlítið stærra dæmi en Jótlandspósturinn að fá upp á móti sér. Ekki einu sinni Þriðja Ríkið á sínum tíma þorði að stugga við páfanum og Vatíkaninu, af réttmætum ótta um að þeir myndu fá kaþólikka um víða veröld (m.a. í eigin landi) á móti sér. Þessir múslimaklerkar hljóta að vera haldnir mikilmennskubrjálæði,...

Re: Svona mun Ground Zero lýta út árið 2012...

í Deiglan fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Já, en svona gengur það bara, það er aldrei hægt að gera öllum til hæfis. Sjáum t.d. hér á landi: Áratugum saman ætlaði aldrei að takast að byggja ráðhús fyrir Reykjavík, og þegar Davíð tók loks af skarið með það á sínum tíma, logaði allt í mótmælum og allskonar þvaðri (byggingin myndi sökkva í tjörnina, fuglarnir myndu flýja, etc bla bla bla) Og það hefði líklega verið þannig sama hvar hann hefði ákveðið að byggja ráðhúsið. Stundum þarf bara að taka ákvörðun og standa fast á henni. Ef...

Re: Svona mun Ground Zero lýta út árið 2012...

í Deiglan fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Og hæðin er engin tilviljun, þetta eru 1776 fet, sama tala og stofnár Bandaríkjanna. Þetta eru annars glæsilegar byggingar, eitthvað annað en ómyndin sem tvíburaturnarnir voru. Með fullri virðingu fyrir þeim sem þar létu lífið.

Re: 3 heimstyrjöldin ???

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Held að þetta um ártölin sé jafn “bogus” eins og flest annað sem skrifað hefur verið um þennan mann. Nostradamus var alveg örugglega merkilegri en ég, en þessi spádómsgáfa hans er vægast sagt orðum aukin. Hvenær hann var uppi, stendur skýrum stöfum efst á síðunni sem ég vísaði í hér að ofan.

Re: World Trade Center

í Deiglan fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Það eru alltaf bjartar hliðar á öllu. Þessar byggingar voru hryllilega ljótar, 1960's arkitektjúral disaster. Og þær hefðu líklega staðið í margar aldir. Nú er þó tækifæri að gera New York að flottari borg!

Re: 3 heimstyrjöldin ???

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Sorrý, en Nostradamus fellur ekki sagnfræði, heldur dulspeki. Þessir svokölluðu “spádómar” hans eru bara enn eitt dæmið um þvælu & vitleysu sem hægt er að glepja fólk til að trúa á. Sjálfur trúði ég næstum því á þetta þegar ég var unglingur, en það þarf í raun ekki annað en smá “common sense” til að sjá í gegnum þetta endemis rugl. Smá aðstoð við það hér: http://skepdic.com/nostrada.html

Re: Tsar Sprengjan

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Já, flott sjón, alveg ótrúlegur andskoti. En ekki síst er það ótrúlegt í dag, hvernig öll kjarnorkuveldi þessa tíma gátu farið með náttúruna. Rússar þarna í Íshafinu og í eyðmörkinni í Kazhakstan, Kanar á Kyrrahafinu og í Nevada eyðimörkinni. Svo sprengdu Bretar líka einhverjar í áströlsku eyðimörkinni, með leyfi þarlendra stjórnvalda. Tilraunastaðirnir eru enn í dag geislavirkir yfir hættumörkum, og fólk sem býr í mörg hundruð kílómetra fjarlægð frá þeim er að fá krabbamein og hvítblæði...

Re: Kjarnorkutilraun á Bikini-rifi, 1946

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Jamm, það voru á sínum tíma mörg góð lög samin með kjarnorkugereyðingu sem þema. Það besta sem ég man nú eftir er “Fight Fire with Fire” á “Ride the Lightning” plötu Metallica. Ekki kannski gott lag eitt og sér, en með tilliti til efnisins, og sem opnunarlag frábærrar plötu - hitti alveg í mark!

Re: Kjarnorkutilraun á Bikini-rifi, 1946

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Ójá, man eftir honum, þar voru sýndar frábærar myndir frá þessum tilraunum. Man líka að helv. vídeótækið mitt var bilað þannig að ég gat ekki tekið þáttinn upp :(

Re: we need YOU

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Rétt, og maðurinn er Lord Kitchener, sjá http://en.wikipedia.org/wiki/Herbert_Kitchener%2C_1st_Earl_Kitchene

Re: Kjarnorkuógn Kaldastríðsáranna, Fyrri hluti: MAD og Megadeath

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Hún var upprunalega hönnuð sem 100 mt bomba, en þeir þorðu ekki annað en að draga úr krafti hennar. Þessi lýsing á við 100 mt : A 100 Mt weapon can level urban areas in a zone 60 km wide, cause heavy damage in a zone 100 km across, and cause 3rd degree burns in a region 170 km across (only a bit smaller than the width of West Germany). Eins og hún var sprengd, flatti hún út svæðið í eitthvað um 50 km fjarlægð, menn gátu fundið fyrir hitanum í 250 km, og séð blossann við sjóndeildarhring í 1000 km.

Re: Kjarnorkuógn Kaldastríðsáranna, Fyrri hluti: MAD og Megadeath

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Já, ég gleymdi náttúrlega að minnast á það! Þarna fékk Dave Mustaine nafnið á hljómsveit sína (tók bara eitt A úr). Þetta var reyndar bara viðeigandi, því mörg af hans lögum fjölluðu einmitt um kjarnorku-gereyðingu!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok