Já, það hefur alltaf vilja brenna við að vesturlandabúar almennt hafa fremur lítinn áhuga á stríðsátökum útí heimi nema þeirra eigin herir komi þar við sögu. Þetta Indónesíumál er eitt dæmi, en önnur eru t.d. styrjaldir Indlands og Pakistans, Indlands og Kína, Víetnams og Kína, o.fl. Í fyrra skrifaði ég t.d. grein hér um Íran-Íraksstríðið, þar sem einmitt kom fram að almenningur á vesturlöndum var fremur áhugalítill um það stríð, þangað til að herflotar vesturlanda blönduðust í það.