Held að það sé ómögulegt að segja. Eins og mál standa núna er meðalaldur við “bestu aðstæður” (þá er ég að meina góð lífskjör og heilbrigðisþjónustu), 70-80 ár. Allt umfram það telst gott. Að ná 100 ára aldri, sérstaklega haldandi sæmilegum sönsum og viti, er sjaldgæft. 110-120 ára aldur er bara “freak of nature”. En þetta gæti breyst í framtíðinni. Annaðhvort á “náttúrulegan” hátt, þannig að “bestu lífsskilyrði” batni. Til dæmis þannig að fólk verði ekki andandi að sér útblæstri úr...