Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Möguleikar kvikmyndaáhugamanna hér.......

í Kvikmyndagerð fyrir 21 árum
Reyndar notaði ég image ready vegna þess að það er fljótlegra, en ef að það þarf að gera ‘flóknari hluti’ þá mun ég að sjálfsögðu nota Photoshop.

Re: Banna kynæsandi söngkonur ?

í Deiglan fyrir 21 árum
HoddiX, gaman hvað þú veist betur hvað fólk vill, sama hvað það segir. Ég held að ég þurfi ekki að segja meira um kommentið þitt til að rústa röksemdafærslu þinni.

Re: Möguleikar kvikmyndaáhugamanna hér.......

í Kvikmyndagerð fyrir 21 árum
Special FX prufa: http://mywebpage.netscape.com/theXicelander/FX.mov É g er að læra á þetta, en með þessu áframhaldandi verð ég kominn með netta effecta eftir viku.

Re: Banna kynæsandi söngkonur ?

í Deiglan fyrir 21 árum
Og er það bara fínt hve grunhygginn heimurinn er? Að það sé verið að framleiða heim sem að er ekki hinn sanni raunveruleiki? Skítt með þó að hlutirnir séu þannig. Morð eru framin, og er það þá bara allt í lagi að því að, HEY! það er nú þegar verið að myrða fólk. Við erum ekki mennsk lengur, við erum bara vélar sem að eru forritaðar úr skóla. Heimurinn er svona því að við gerum ekkert, og þannig heldur hann áfram þangað til að við verðum öll dauð.

Re: Banna kynæsandi söngkonur ?

í Deiglan fyrir 21 árum
Það er verið að framleiða heim í fjölmiðlum, meðal þessara bastarða, þar sem að það er ekki til ljótt fólk, varla ‘allt í lagi fólk’ sem að er talið vera forljótt og normið er fallegt. Hvernig hefur það ekki bara slæm áhrif á heildina?

Re: Möguleikar kvikmyndaáhugamanna hér.......

í Kvikmyndagerð fyrir 21 árum
Ég er uppfærður, ég hef verið að bæta special FX-um við mynbönd sem að ég hef tekið með webcaminu via Photoshop, það lítur ágætlega út.

Re: Scream þríleikurinn (Inniheldur Spoilera)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum
Gettu hver morðinginn er! Það meikar engann sense! Sama hve snjall þú ert þá skiptir það engu máli því þetta er eins og lottó…. Þoldi ekki myndirnar, fannst þær fyrirsjáanlegar og nokk heilalausar. Kannski vill ég bara meira fyrir minn snúð.

Re: Banna kynæsandi söngkonur ?

í Deiglan fyrir 21 árum
Ég held að það fari bara meira fyrir brjóstið á fólki því stelpan hefur mun meiri hæfileika en J-Lo (eins go sannaðist með Beautiful) plús, það vita allir að Jennifer Lopez er bara stúlka frá Puerto Rico sem að vill bara verða rík.

Re: Banna kynæsandi söngkonur ?

í Deiglan fyrir 21 árum
Þú veist að Anorexía er mjög oft orsökuð af andfitu propaganda en það akkúrat sama getur haft öfug áhrif á feitt fólk. Fær það til að líða illa og þar með éta meira, það þarf að fara rétt með þessi málefni. Ekki bara kalla feitt fólk spikaða ógeðslega hvali, það getur bara haft slæmar afleiðingar.

Re: Banna kynæsandi söngkonur ?

í Deiglan fyrir 21 árum
Alhæfingar og fordómar? Þetta kallast að hugsa út fyrir kassann, ef að mín afkvæmi væru rasistar með hómófóbíu (mjög ólíklegt vegna tvíkynhneigðar minnar og tælenskrar kærustu) mundi ég leggja mig í sem mestann líma við að opna augu þeirra og reyna að fá þau til að hugsa sjálfstætt, sem að er nokkurnveginn það sem að þú gerir ekki. Ég er ekki að fullyrða að þú veist ekki hverju þú átt að svara svo að þú grípur til persónulegra árása en það sem að þú sagðir bendir til þess. Hefurðu...

Re: Áfengi - Er komin tími til að banna áfengi. ?

í Deiglan fyrir 21 árum
Vínmenning, eða það sem að maðurinn gerir í víni. Oftast eru það hlutir sem að hann man ekki eftir, skammast sín fyrir og/eða óskar þess að hann hafi aldrei gert. Frábær menning, það er ekki það að fólk kunni ekki að drekka, það er það að fólk neitar að taka ábyrgð á drykkju sinni og kennir foreldrum um fyrir að hafa ekki verið að draga það í áfengisdrykkju.

Re: Banna kynæsandi söngkonur ?

í Deiglan fyrir 21 árum
Þú mundir eflaust líka leifa þeim að hata samkynhneigða, aðra kynþætti og aðra trúarflokka líka án þess að skipta þér af.

Re: Áfengi - Er komin tími til að banna áfengi. ?

í Deiglan fyrir 21 árum
Því að við látum eins og smábörn.

Re: Áfengi - Er komin tími til að banna áfengi. ?

í Deiglan fyrir 21 árum
Það er kominn tími til að íslenskir unglingar hætti að drekka áfengi. Það er kominn tími til að íslendingar læri að drekka áfengi. Það er kominn tími til að íslendingar læri að það er ekki skylda að drekka áfengi. Það er kominn tími til að íslendingar læri sjálfstjórn svo að það þurfi ekki að banna allann fjandann.

Re: Banna kynæsandi söngkonur ?

í Deiglan fyrir 21 árum
Krakkar vilja líkjast fyrirmyndunum sínum, sem að eru þessir popphausar og þér finnst allt í lagi að veruleikasýn þessara krakka sé nauðgað. Þannig já, ég tel þér ekki vera treystandi fyrir börnum, ég mundi ekki vilja hafa þig vinnandi við eitthvað sem að mundi birtast í fjölmiðli sem að miklar líkur á að börn muni skoða. Þó svo að þér, 18 ára pilti, finnist fínt að hafa fáklæddar konur að dilla sér, reynandi að selja plötur með líkamanum þá ætti heilbrigðri manneskju sem að getur séð...

Re: Banna kynæsandi söngkonur ?

í Deiglan fyrir 21 árum
Nei, hún var ekki að framleiða þá, en hún er hluti af þeim hópi ‘tónlistarmanna’ sem að er að segja krökkum að það sé fullkomlega eðlilegt að vera í neongrænum netabol og þá varð til eftirspurn á markaðinum, þessvegna erum við hér að ræða um netaboli á sex ára stelpum. Þú getur ekki neitað að stelpur allt niður í þrettán ára séu byrjaðar að láta eins og algjörar glyðrur, klæða sig upp eins og hórur og það að aukning tónlistarmyndbanda með (hálf)nöktum kvenmönnum að nudda sér utan í karla og...

Re: Banna kynæsandi söngkonur ?

í Deiglan fyrir 21 árum
Er ekki alveg frábært þegar að það eru framleiddir netabolir á 6 ára stelpur því að markaðurinn kallar á það? Krakkar telja þessa kynlífssölu vera fullkomlega eðlilegann hlut og er það heilbrigt. Ég mæli ekki með ritskoðun heldur ábyrgari fjölmiðlum.

Re: Banna kynæsandi söngkonur ?

í Deiglan fyrir 21 árum
Vaknaðu Skuggi. Britney hefur þig. Eltu hvítu skólastelpuna.

Re: Banna kynæsandi söngkonur ?

í Deiglan fyrir 21 árum
Þetta er bara heilbrigð ályktun að þessar stúlkur séu að gera þetta vegna græðgi. Tökum Metallica sem dæmi, þeir græða á hverju ári milljónir og milljónir og síðan kvarta þeir yfir Napster? Hvað? Þeir missa af litlu BROTI af því sem að þeir græddu áður. Þetta er ekki popphljómsveit, en þeir eru “pop” (like in popular). Christina Aguilera, segist vilja fara að gera tónlist meira eins og Björk, vill vaxa sem listamaður. Næsta sem að maður heyrir frá henni er Dirrty. Það þarf ekki snilling til...

Re: Er köfun hættuleg?

í Jaðarsport fyrir 21 árum
Köfun er víst hættuleg! Frændi minn fór í köfun og þegar að hann kom aftur úr vatninu kunni hann ekki lengur að spila á harmonikku.

Re: Banna kynæsandi söngkonur ?

í Deiglan fyrir 21 árum
Og bara til þess að bæta aðeins við. Þið hafið líklega öll séð Carter auglýsinguna, mynd af fryggðarlegri konu með litað hár í kynþokkafullri stellingu. Ætlið þið að segja mér að það sé í alvörunni verið að selja ykkur hárgreiðslu með þessari auglýsingu?

Re: Banna kynæsandi söngkonur ?

í Deiglan fyrir 21 árum
Málið er tilgangur þess sem að þessir hlutir eru gerðir. Hvort að það sé gert til að koma einhverju á framfæri eða þá hvort að það sé gert til þess að selja fleiri geisladiska, miða á tónleika og annað commercialista sorp. Flestar stórstjörnunar í poppinu eru því miður LANGT frá því að vera listamenn, list kemur frá hjartanu ekki græðgi.

Re: Banna kynæsandi söngkonur ?

í Deiglan fyrir 21 árum
Ég er sjálfur á móti ritskoðun og ég er sammála þér í því að hún er af hinu illa og að allir ættu að geta tjáð skoðun sína. Ábyrgðin, þ.e.a.s. hin raunverulega ábyrgð liggur hjá fjölmiðlum en ekki þessum hórupoppurum sem að eru því miður að selja, sama hvað meðalmaðurinn segir, kynlíf, ofbeldi eða einhvern annann pakka. Fjölmiðlar eru að selja sjálfa sig á þessari kynlífsorgíu og finnst mér það sjálfum slæmt þar sem að börn hafa viðkvæma huga og gleypa við þessu sem raunveruleika án þess að...

Re: Möguleikar kvikmyndaáhugamanna hér.......

í Kvikmyndagerð fyrir 21 árum
Eins og ég sagði áður, þá er ég tilbúinn til að vera handritshöfundur (eða meðhöfundur) ég treysti mér ekki í stól leikstjóra en aukaleikari væri lítið mál, hef leikið í einni stuttmynd sem að var vægast sagt slöpp. 17 ára piltur í Borgarholtsskóla (upplýsinga og fjölmiðlabraut). Einnig er ég mikill áhugamáður um Photoshop, þannig ef að það er hægt að nýta það þá er ég auðvitað maður sem að er til í það.

Re: Möguleikar kvikmyndaáhugamanna hér.......

í Kvikmyndagerð fyrir 21 árum
Ef að einhver ætlar að gera kvikmynd/stuttmynd á stórreykjavíkursvæðinu þá er ég meira en tilbúinn í að hjálpa við það, ég er slappur leikari en mér hefur verið talið trú um að ég sé góður penni. Því miður þekki ég bara enga bastarða sem að eru tilbúnir til að taka þátt í neinu.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok