Ég tek mér það bessaleyfi að stela atriðalistanum frá Xavier, og segja mitt mat á hverju atriði fyrir sig. Valgerður búin að skemma Ísland í upphafsatriðinu: svona la-la.. góð hugmynd, en virkaði ekki fyrir mig Dagur B. Eggerts, kreppan, fuglaflensan og það sem gerðist ekki á árinu. Man eiginlega ekkert eftir þessu atriði, svo varla hefur það verið merkilegt. Ólífur? Ólífur Ragnar Grímsson. Lúmskt fyndið atriði. Þegar það kom, þá var maður svona “ha!?”, en eftir á að hyggja þá var það bara...