Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Fá álit!!!

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Tónastöðin verslar við “þægilegri” fyrirtæki. ESP t.d. gefur öllum sama afslátt, og því er verðið sambærilegt hjá Tónastöðinni og Music123. Einnig eru Amerískar vörur oft dýrari hér í samanburði við stóru keðjurnar en japanskar, breskar eða kanadískar vörur vegna þess að þegar þú kaupir japanska vöru frá Bandaríkjunum ertu að borga innflutningsgjöld tvisvar, bæði hér og þar. Gibson veitir gríðarlegan (allt upp í 50% að því er virðist) magnafslátt. Berðu verðið hjá Rín saman við “Suggested...

Re: Bob Rock er EKKI hættur

í Metall fyrir 19 árum, 7 mánuðum
…og talandi um Metallica og aprílgöbb… ég held þetta sé í fyrsta skipti í mörg ár sem James Hetfield kemur ekki út úr skápnum á 1.apríl :P

Re: JH-3

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Horfðu þá á S&M, hann notar hann alveg helling þa

Re: Fá álit!!!

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Þetta hef ég eftir mönnum úti sem hafa örugglega mun betri aðgang að þessum græjum en við hér heima á klakanum. Sögðu þetta að maður ætti ekki að taka Gibson framleiddan á 8.áratugnum og undir lok þess 10. hafi gæðin farið niður aftur, aðrir árgangar væru fínir. Þetta með álagningu og afslátt er bara common sense, og hver sá sem hefur unnið í verslun af einhverri alvöru veit þetta. Sama ástæða og fyrir verðmun á Bónus og 10-11. Sömu aðilar úti hafa einnig verið að segja mér það að litlu...

Re: Bob Rock loksins hættur ?

í Metall fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Ég tek þetta til baka.. þeir kunna greinilega ekki að búa til almennileg aprílgöbb, en þessi frétt var gabb!: http://www.allmetallica.com/news.php?id=270

Re: Bob Rock loksins hættur ?

í Metall fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Þetta er varla aprílgabb, þósvo þessu hefði verið póstað 1.apríl, þá er enginn linkur eða neitt til að fá fólk til að gera eitthvað, sem aprílgöbb snúast jú um, að láta fólk “hlaupa apríl”

Re: Bob Rock loksins hættur ?

í Metall fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Hann samdi ekkert nema bara á St.Anger því á meðan á upptökum stóð var hann jú bassaleikari sveitarinnar, hinsvegar kenndi hann Metallica ýmislegt í sambandi við útsetningar á lögum o.fl. m.a. að þeir þurfa ekki alltaf að spila alveg á fullum hraða, sem skín í gegn á Load og ReLoad, gömlu aðdáendunum til mikillar skelfingar en mönnum með breiðan sjóndeildarhring til ómældrar ánægju

Re: EMG-60

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Ég var einmitt að spyrja þá um þetta fyrir helgi, þeir í Hljóðfærahúsinu hafa aldrei fengið 60-týpuna, en þeir eru með EMG pickuppa svo ef þú biður um það þá geta þeir pantað hana. 60 er samt ekkert of algengur, svo þú gætir þurft að bíða nokkuð lengi

Re: Niðurhal á tónlist!

í Músík almennt fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Valdi geymir samt diskana X lengi frá því einhver selur honum þá og þangað til hann setur þá í sölu ef ske kynni að þeir væru stolnir, því réttur eigandi leitar væntanlega í svona sjoppum ef það er stolið frá honum í einhverju magni

Re: Ken lawrence

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Að smíða gítar þarf allsekki að vera svo mikið mál ef maður kaupir hálsinn tilbúinn…

Re: Ken lawrence

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Einsog nafnið á gítarnum gefur til kynna, þá er þetta toppur úr við sem á ensku heitir “checken”.. ég efast um að þú náir þessari áferð með því að bæsa mahoní eða elri

Re: JET

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Skemmtileg inlay á sumum þeirra

Re: Reverse gítarar

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Rafmagnsbassi er bassagítar rétt einsog rafmagnsgítar er gítar.. Bassagítar er orð notað yfir bassa sem menn halda á eða sitja með til aðgreiningar frá kontrabassa sem stendur á gólfinu.

Re: Bridge pickup

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Ég er með Gibson 500T í brúnni á Explorernum mínum og næ alveg hörku overdrive soundi með honum

Re: út af könnun..

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Mér finnst hún ekkert verri en venjulegu BC Rich gítararnir.. btw. þá hef ég aldrei áður séð transparent black verða grænt á mynd.. maður hefur séð þetta fjólublátt og brúnt og grátt og jafnvel blátt, en ég hef aldrei séð grænt :P

Re: Einhver sem ætlar að bíða í röð eftir miðum?

í Sci-Fi fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Ég ætla að bíða með að fara á Starwars þangað til fólkið sem telur sig þurfa að klappa fyrir Yoda og Vader (tala nú ekki um ef JarJar á eftir að drepast) er búið að fá nóg.. ég þoli ekki þegar fólk er með læti í bíó

Re: hvernig gítar

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Já, þá er LTD 400-serían alveg málið fyrir þig. Ég er nokkuð viss um að þetta séu bestu kaupin í þessum verðflokki. Tónastöðin er með þetta (og það ódýrara en Music123 og þessar búðir úti).

Re: út af könnun..

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Ég hef ekki séð BC Rich kassagítar… en fyrst þeir eru kallaðir ælumaterial þá er ég orðinn svolítið forvitinn… best að kíkja á google…

Re: gítar

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Ég er sammála því.. og ég vil sjá fleiri “real life” myndir, ekki bara myndir beint af heimasíðum framleiðenda eða verslana

Re: Magnari til sölu!!

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Verðið lækkar samt sjálfkrafa um 20% af öllu sem þú tekur út úr búðinni, því virðisaukaskattinn færðu aldrei aftu

Re: hvernig gítar

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Ég myndi taka LTD framyfir Epiphone hvenær sem er.. ESP virðast vanda betur til verks með sína “budget” línu en Gibson.

Re: hvernig gítar

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Eitthvað með humbuckerum.. það myndi hjálpa rosalega ef þú tækir fram verðbil… Ef þú ert að leita að e-u undir 100.000 þá mæli ég með LTD sem Tónastöðin er með. 400-serían er alveg frábær, og þar sem yenið er lágt þá ertu að fá þessa fínu gítara fyrir 50-60 þúsund

Re: ShopUSA, tími á leiðinni.

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Það er líka hægt.. en það kostar aukalega eftir hve mikið fer fyrir þeim, og Explorer í tösku er sennilega fyrirferðarmesti gítar sem þú færð.. auk þess sem ég átti þrjá rafmagnsgítara fyrir svo mér lá ekkert mikið á að fá hann :)

Re: ShopUSA, tími á leiðinni.

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Explorerinn minn var mánuð á leiðinni frá því seljandinn sendi hann frá sér.. en ég var óheppinn, skipið fór frá Norfolk deginum áður en gítarinn minn kom þangað, svo biðin gerist varla mikið lengri en þetta…

Re: Fá álit!!!

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Gibson hafa farið fallandi síðustu ár. Stjórnin sem nú ræður yfir fyrirtækinu er að hugsa of mikið um peninga og of lítið um gæði og þjónustu. Það sést best á verðmiðunum sem Rín þurfa að setja á þá vegna þess þeir selja svo fáa (meðan þeir gætu selt margfalt fleiri ef þeir væru að fá þá inn á samkeppnishæfara verði, svo forgangröðunin virðist ekki vera alveg rétt). En fróðir menn segja að ef þú finnur notaðan Gibson í góðu standi (árgerðir frá '80 framundir 2000) þá ertu örugglega með góðan gítar.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok