Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: besta platan

í Metall fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Helloween - Keeper II Metallica - Justice Megadeth - So Far Pantera - Cowboys In Flames - Whoracle Iron Maiden - Seventh son Black Sabbath - Paranoid Tyr - Eric the Red Mikið af diskum sem ég kaupi mér enda bara uppi í hillu þegar ég er búinn að rippa þá, svo ég er alls ekkert með á nótunum þegar kemur að því hvaða lög eru á hvaða disk

Re: forvitnast

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Það hljómar líklegra, því þetta er á í kringum 100 dollarana úti og þumalputtareglan segir x100 hingað komið í krónum með öllum fylgjandi kostnaði

Re: B-strengs vandræði

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 7 mánuðum
B-strengurinn Á að titra hægar.. þess vegna kemur dýpri tónn úr honum

Re: Verðhugmynd???

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Já.. hann kostar 15-16 hingað kominn að utan, fyrir utan virðisauka. Virðisaukaskatt færðu hvorteðer aldrei til baka þegar þú selur dótið þitt, svo já.. 12-15 er mjög raunhæft verðbil.

Re: S&M

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Þú þarft nefnilega ekki að vera “fanboy” til að kaupa þér ESP eða LTD signaturegítar. Hvort sem um er að ræða LTD-600 línua eða ESP Signature línuna þá eru þetta fín hljóðfæri, og alls ekki verið að smyrja of miklu ofaná verðið vegna nafnsins. Ég er sjálfur að spá í LTD JH-600 þósvo ég hlusti sáralítið á Slayer, bara vegna þess að hann virðist munu henta mér betur en M-1000.. og mér finnst hann flottari líka :P

Re: Gibson Faded flying V

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Með “standard” hélt ég að ég væri að skjóta á hljóðfæri í svipuðum verðflokki og t.d. SG Standard, þekki greinilega ekki nógu vel týpuheitin þarna, biðst afsökunar á misskilningnum

Re: Verð á gíturum

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Jú.. ESP eru að leggja meira í sína ódýru línu en Gibson og Fender. Það er sterkur leikur, því þeir eru óðum að stækka við sig á mid-range markaðnum, auk þess sem menn sem byrja á LTD líta síðan á dýrari hljóðfæri sömu samsteypu þegar þá langar að skipta upp. En það breytir því ekki að tengingin þar á milli er sú sama.

Re: Verð á gíturum

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Sambandið á milli LTD og ESP er það sama og er í gangi milli Epiphone og Gibson og Squier og Fender.. þú myndir aldrei kalla Squier gítar Fender, og því er alveg jafnrangt að kalla LTD gítar ESP (þó svo Music123 geri það af einhverri torskiljanlegri ástæðu)

Re: Gibson Faded flying V

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Ég Á V-gítar, og já, það er skrýtið að sitja með þá, en það venst..

Re: Gibson Faded flying V

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Það er ekki “gat” í verðbilinu á milli $1000 og $10000.. með “skjóta aðeins hærra en faded” gæti ég til dæmis átt við þennan: http://www.music123.com/Gibson-V-Factor-X-i33719.music ($1600) ..þósvo hann heiti V-Factor þá er þetta bara '67 Flying-V eða http://www.music123.com/Gibson-1967-Flying-V-i127441.music ($3550), reyndar vel mikið hærra, en þetta voru, ásamt faded, einu Gibson Flying-V gítararnir á Music123, nennti ekki að leita lengra

Re: Gibson Faded flying V

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Ef þú kaupir þér Flying-V, Explorer, Dimebag eða einhvern annan “öðruvísi” gítar, þá er um að ræða framtíðarfjárfestingu því það er svo erfitt að losna við þá á Íslandi, svo ég myndi skjóta aðeins hærra og taka a.m.k. standard Flying-V

Re: Safnið mitt

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 7 mánuðum
tjah.. einn gítar er nefnilega ekki nóg þegar maður er farinn að sökkva sér í þetta og spá í mismunandi soundi og tjúningum og svona. Ég er með langan “innkaupalista” af gíturum, öllum með mismunandi eiginleika, fyrir utan að ég vil svona 3-4 Explorera eða Les Paul/Eclipse til að hafa í mismunandi tjúningum. Og ef þú ert að spila í hljómsveit, þá er alveg lágmark að eiga tvo til að sitja ekki uppi með fimm strengi restina af settinu ef þú slítur.

Re: Hiwatt

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 7 mánuðum
EMG pickuppar eru líka mjög vinsælir, samt er það lítið fyrirtæki (eða svo skilst mér að sé enn). Enda finnur maður ekki mikið af EMG hjá netverslununum. Mesa Boogie vilja ekki gefa stórum innkaupaaðilum sérafslátt, og því eru magnararnir þeirra líka sjaldgæfir hjá netverslununum þrátt fyrir vinsældir.

Re: Hiwatt

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Sennilega gefa þeir stóru dílerunum lítinn afslátt, svo þeir eru ekkert að hafa fyrir því að flagga þeim. Eða þá að fyrirtækið er of lítið til að anna eftirspurn stóru vöruhúsanna

Re: Megadeth

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Ekki einu sinni það, fyrir utan tveggja hálsa gítarana og þennan annan frá vinstri í efri röð, þá er þetta allt Gibson-style Flying-V, en Dave hefur verið meira (að ég held) að spila á Jackson shapeið, sem er einsog þessi undantekningargítar sem ég nefndi

Re: Upptökur

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Ég nota N-track Studio.. ekkert ofurforrit, en gott til síns brúks

Re: 7 strengja

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Það er bara lítið af 7strengja gíturum í heiminum almennt, nokkrar týpur af Ibanez og Shecter og ein LTD og ein ESP eða svo… 7 strengir eru ekki “in” þessa stundina, bariton virðist vera málið. Ég kýs baritoninn frekar en 7-strengja, en ég virði alveg skoðanir þeirra sem vilja 7 strengi og finnst skrýtið hvað úrvalið er lítið.

Re: flottur gítar og geðveikur gítarsnillingur

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Jújú.. gítarinn er ljótur.. enda er örugglega ekkert auðvelt að hanna “ambidexterous” tveggjahálsa gítar sem hægt er að taka í sundur. Mér finnst hitt merkilegra að maðurinn spilar á þetta af mikilli list, og spilar betur með báðum höndum en flestir hér gera með annari.

Re: Hvenær lokar tónlistarmarkaðurinn í perlunni

í Tilveran fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Hefur líka eitthvað að gera með birgðastjórnun og áhættur í verslunarrekstri. Útsölur eru bara lausn við “lélegri” birgðastjórnun, búðirnar sitja uppi með haug af vörum sem þær geta ekki losna við og selja þær því á kostnaðarverði eða lægra frekar en að sitja með þær á lager árum saman. Ég set “léleg” innan gæsalappa vegna þess að hún verður varla mikið betri vegna þess hve markaðurinn er óútreiknanlegur.

Re: Bob Rock loksins hættur ?

í Metall fyrir 19 árum, 7 mánuðum
gæti verið..

Re: Fá álit!!!

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Margar sjoppur kaupa coke og fleira í Bónus því það er hagstæðara en að taka það beint frá Vífilfelli. Ég veit samt ekki hversu leyfilegt það er.

Re: B.C Rich Warlock

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Body material: Nato? Hvað í fjandanum er það? Svo segja þeir heldur ekki hvort um er að ræða “original” eða “licenced” Floyd Rose.. myndi reyndar halda licenced fyrir þennan pening.. Ég myndi ekki þora í þetta nema hafa prófað sjálfur þessa týpu. Gæti verið fínn, og ætti að vera það fyrir $900..

Re: Hvar er best að kaupa rafmagnsgítar?

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Ef þetta á að verða þinn fyrsti rafmagnsgítar þá mæli ég ekki með því að þú takir neitt of “cool” né heldur of ódýrt. Ég mæli líka eindregið að þú takir þér ekki gítar með tremolosystemi sem fyrsta gítar, því þeir halda stillingu verr. Lélegur gítar er líklegri til að fæla þig frá sér, og eitthvað sem telst ekki alveg “venjulegt” í laginu er mjög þungt í endursölu ef þú gefst samt upp, þannig að það er betra að halda sig við Strat/Les Paul/SG kópíur nema þú sért 100% viss um að þú ætlir að...

Re: Hvar er best að kaupa rafmagnsgítar?

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Tónastöðinni (Skipholti 50), Rín (Gamla Japis-húsnæðinu við Brautarholt), Tónabúðinni (Á horninu á Rauðarárstig og Grettisgötu), Hljóðfærahúsinu (Gamla Sjónvarpshúsinu við Laugarveg) ..eða ef þú veist upp á hár hverju þú ert að leita að og vilt finna það ódýrara: www.music123.com eða www.ebay.com

Re: Öfundsýki

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Gler er víst hart, bara þolir ekkert alltof mikið :P
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok