Það er ekki mælt með því að byrjendur reyni þetta sjálfir, en einhvern tímann verða menn að læra þetta, bara alls alls ekki skrúfa meira en 1/4 úr hring, stilltu svo gítarinn aftur og láttu svo gítarinn standa, helst í sólarhring. Þú ættir líka að tékka fyrst hvort þetta er í raun vandamálið með því að halda sama strengnum niðri á 1.bandi og einhversstaðar ofarlega, svona 16.bandi eða svo. Það á að vera frekar jafnt bil þá yfir allan hálsinn, rétt yfir böndunum (ekki alveg að snerta þau samt).