Ég nota reyndar IE, hef ekki alltaf gert það. Notaði Opera, Mozilla, K-Melon og Netscape… en mér finnst IE bestur. Pop-ups fæ ég aldrei, og ég meina aldrei. Það var einhver staður á netinu sem ég fann, þar sem var bent á einhverja skrá sem er með lista yfir öllum addressum sem IE er bannað að ná í. Inn á hann bætti ég mörg hundruð línum af addressum og hef ekki séð pop-ups síðan.