Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

DaC
DaC Notandi frá fornöld 474 stig

Re: Sigur Rós van....

í Rokk fyrir 21 árum
hef ekki séð sigurrósar myndbandið en jám, 7nation army er alveg skelfilega lélegt myndband, Mér finnst Eye for an eye með Unkle hefði átt að vinna af þessum 4 sem ég hef séð, flott myndband (lagið lala)…sigurrós eru aldrei leiðinlegir, stundum kannski bara doldið óspennandi…

Re: Ísland vs Noregur - ÚTSLÁTTARKEPPNI

í Half-Life fyrir 21 árum, 1 mánuði
Það er augljóst að þetta er allt eitt stórt samsæris hax, MurK og Drake málið er allt tilbúningur svo hið sérlega samhæfða MurK lið, þar sem ekki hefur slitnað slefan í fleiri ár, geti spilað nánast allir saman fyrir íslands hönd…sem er fínt…

Re: Lord Cyrus

í Hip hop fyrir 21 árum, 1 mánuði
Nokkuð flott, en takturinn samt ekki að skera sinnep eins og svo oft er með á lög hér á huga…(þá á ég við trommurnar, ekki alla tónlistina utan rappsins, bara trommurnar). soldil einhæf notkun á samplinu, en flott djass vocal með. MC er góður, soldið vælinn, en góður. Ef hann er íslenskur, þá heyrist það ekki, sem er ágætt.

Re: OWN MURK

í Half-Life fyrir 21 árum, 2 mánuðum
það læddist yfir varir mínar bros þegar ég komst að þessum úrslitum, og það bara útaf því hversu mikil fórnarlömb MurK voru orðnir að eigin sögn (hvort sem það sé satt eður ei…) gj og farið nú og standið ykkur útí heimi, væri fínt að taka við ykkur annað viðtal við slíkar aðstæður :D [GGRN]Hans Lingo

Re: Triple nutCase fyrsta lag !!

í Hip hop fyrir 21 árum, 2 mánuðum
harka er besta uppeldið. Auðvitað eru þetta eflaust fínir drengir, en með því að gera verk sín opinber er fólk ekki aðeins að leyfa, heldur kalla á gagnrýni. Allir hafa fengið skítkast á textana/tónlistina sína einhverntíman, það er bara holt. Svo ráðlagði ég þeim að æfa sig, ekki að hætta og byrja spila skák í staðin. En þar sem ég er líka cool… Velkomnir í hópinn Triple nutCase *:

Re: Triple nutCase fyrsta lag !!

í Hip hop fyrir 21 árum, 2 mánuðum
ég ætla bara víst að segja eitthvað, þar sem þú varst að biðja um álit, eða það er að segja ég hef nú þegar sagt eitthvað, og ég stend við það. Annars er það plús sem ég gleymdi að minnast á, þið eruð nokkuð skýrmæltir og ég held ég hafi náð góðum meirihluta textans, þó þetta Rimmarnir/rimmlarnir sé ekki á tæru.

Re: Triple nutCase fyrsta lag !!

í Hip hop fyrir 21 árum, 2 mánuðum
mjög gott ráð væri líka að benda ykkur á að það er til annarskonar rím en endarím. Þá þurfið þið eftil vill ekki að hafa setningar svona fáránlegar: “Ég í fangaklefa sit, get ekki hugsað fyrir öllum þessum klið rimmarnir(rimmlarnir?) sýna mér engan fokkin grið Hvað á ég að gera? mig hálsinn langar að skera” burt séð frá því að klið og sit sé slappt rím, afhverju ekki bara eitthvað á þessa leið: “ég sit í fangaklefa að ærast af klið og efa rimmlar sýna engan grið, eins og Che Guavera með...

Re: Triple nutCase fyrsta lag !!

í Hip hop fyrir 21 árum, 2 mánuðum
úúúfffff…hahahahHAHAHAHAHAH. Þessi R&B taktpæling og litlu syntharnir er eitthvað sem gerir lagið alveg ógurlega dinky eitthvað. Svo kunnið þið augljóslega ekkert að rappa, en við höfum nú öll verið í þeim sporum, eða erum enn. Ég ætli nú samt að segja ykkur þetta sé hræðilegt. Þið teygið orð oft sérlega asnalega til að haldast í takt sem ykkur tekst svo ekki einu sinni helminginn af tímanum. Rímið er afar fyrirsjáanlegt og einfalt. Textinn allur er einfaldur, og þó þetta umfjöllunar efni sé...

Re: Könnunin (hvað ertu þung/þungur)

í Tíska & útlit fyrir 21 árum, 2 mánuðum
bowie þú ert kannski glaður og sæll, og ef þú ert sérlega smábeinóttur er þetta kannski allt í góðu… Eeen vinur minn sem var jafn hár og þú, eða kringum 176 nákvæmlega, var 54-55 kíló, 17 ára gamall, og fékk nú barasta gat á lungað, sem gerist fyrir vannærða líkama drengja…só bí on þí lúkk-át. sjálfur er ég 69 kíló og 182-183 og ég á barasta í engum vandræðum með að finna föt sem passa! held ég sé hinn gullni meðalvegur…en strákum er líka oft meira sama um hversu vel föt passa… annars ættu...

Re: Af hverju 50 Cent?

í Hip hop fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Ég viðurkenni bíla-samlíkingin eigi ekki alveg við, þar sem bílar eru stórar fjárfestingar sem taka háa prósentu úr tekjum flestra, á meðan öll tónlist kostar það sama um það bil, hvort sem 5 manna hljómsveit+symfóníuhljómsveit vann í 8 ár að henni, eða einhver DJ skellti henni upp á 2 mánuðum. Því eru til lúxus bifreiðar og undirmáls druslur sem kosta eftir því. Smekkur vegur hér aðeins lítið á móti staðreyndum eins og hestöflum, hámarkshraða, leðuráklæðum og öðrum munaði. Hinsvegar má...

Re: Razhel

í Hip hop fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Ég held þetta sé nú aðalega, eins og svo margt annað, æfing æfing æfing. Málið er að geta skipt úbber hratt á milli tungustaðsetninga í munninum, held slíkt æfist bara…

Re: Lélegastur/Lélegust

í Hip hop fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Ungir Guðir, hands down. Frúdí lúpps pródúktsjón, steríl og dauð, með taktlausum skrækróma gaur í mútum að spíta yfir. Annars er maður alltaf að heyra eitthvað slæmt.

Re: Af hverju 50 Cent?

í Hip hop fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Strangt til tekið er rapp ekki tónlist, þar sem almenna skilgreiningin væri eitthvað á þessa leið “taktfastur flutningur á bundnu/rímuðu máli”, svo auðvitað mis-taktfast og mis-bundið. Rapp hefur þannig ekkert með tóna að gera í eðli sínu, þó sumir tengi þetta tvennt í huga sér órjúfanlegum böndum. Það er ekki fyrr en fikktað er við söng í rappinu, sem er jú oft gert, sem það verður tónlist. Rapp er hinsvegar oftar en ekki hluti af hip hop tónlist, sem er jú, tónlist. McAnarchy, Balinn og...

Re: Útsala í Skífunni!

í Músík almennt fyrir 21 árum, 2 mánuðum
aðeins 999 kr. segið þið… DC++ segi ég…

Re: Liðin sem hafa keppnisrétt á Stjörnuskjálfta.

í Half-Life fyrir 21 árum, 2 mánuðum
ekki vera lofa uppi ermina á þér maður, 8 sæti er ekkert slor… [GGRN]Hans Lingo

Re: Hjálp !!!!

í Rómantík fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Hjálp hvað? ó vei yður, stelpa sem þú ert hrifin af er að reyna við þig! hmmm erfið staða, hvað ætlarðu eiginlega að gera? gerðu bara nákvæmlega það sem þú ert að gera núna og talaðu meir við hana!

Re: Svona er lífið, puff!

í Rómantík fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ehh, hvort það sé þess virði að spá í hana fer algjörlega eftir stelpunni í heild, ekki hvort hún slummi stráka á óheppilegum mómentum eður ei. hann gilliman virðist hafa ákveðið stelpan sé spáverð, þú esther þekkir hana ekkert. þú spyrð hvort þú eigir séns. mér finnst það ekki hljóma líklegt. ertu sætur? en hún? hvort er sætara? engan hógværð.

Re: Af hverju get ég ekki hætt að hugsa um hana ?

í Rómantík fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Gullbert, það er fínt að vera með gott sjálfstraust, er ekki að setja út á það, en þú ert “Góða-Gæa/Mjúka manns” klisjan eins og hún leggur sig. “7. Og síðast en ekki síst, ég er ”Old school“ herramaður, og þeir eru að deyja út.” þessi lína myndi hræða fleiri stelpur burt en nokkuð mörg kíló held ég… og ert þú alveg saklaus með þessa fitumismunun sjálfur? þó þú hugsir ekki alltaf um kynlíf, gerir þú eflaust nokkuð mikið af því, eins og allir aðrir jarðarbúar. Og finnst þér ekki sætara þegar...

Re: hip hop...

í Hip hop fyrir 21 árum, 4 mánuðum
amm, mesta bull sem þú hefur skrifað og þó víðar væri leitað. Breakbeat þýðir upphaflega bara tónlist þar sem samplaðar trommur, eða BREAK eru notuð, en er núna yfirheiti yfir hraða elektróníska eða samplaða tónlist. Symfóníur og önnur klassísk tónlist byggist mestmegnis á melódíum og er með fljótandi tempó, mishratt í mismunandi hluta hvers tónverks. Hip Hop er hinsvegar algjerlega byggt á slagverki, takti og svo melódíur yfir það. Ef tempóið myndi breyttast hægt og rólega væri afar erfitt...

Re: öMURLEGT!!!!!

í Hip hop fyrir 21 árum, 4 mánuðum
ARGH!! fattið andskotans kaldhæðni!!! Ömurlegt að ekki sé hægt að vera nógu “ákafur” og “reiður” til að þið fattið að það sé djók. Otee og Stigur voru að grínast…

Re: Bestur / best :D

í Half-Life fyrir 21 árum, 5 mánuðum
sko ég hef ekkert upplifað mikla skrimm spilamenningu (nýkominn í clan), og aldrei farið eða fylgst með á skjálfta, þannig ég get bara sagt eitthvað um hver rúlar á public. Í klassísku MANIA owni er enginn betri en Traxx, sem er því miður eitthvað hættur…sá hann með 64-3; gaurinn var að rusha fremst og rústaði fólki, á opna svæðinu í cbble á fullum MANIA server með 3 wappandi nooba í turninum, og terra út um allt og kom út með 100 hp og 8 kills oft í röð. Það fór algjörlega eftir því í hvaða...

Re: Svo margt.. ósagt

í Hip hop fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Hei, varðandi undirskriftina þína þá gerðu breskir vísindamenn könnun á bakteríu og sýkla tíðni á nokkrum gerðum yfirborðsflata, og þar kom í ljós, að af þeim 13 flötum sem voru kannaðir voru klósettstur þeir hreinustu, hreinari en bæði skrifborð og borðstofuborð til dæmist. óhreinastir voru hurðarhúnar.

Re: 2pac

í Hip hop fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Ehhh, ég vill ekki vera með neitt bögg…en ég ætla samt að gera það; ÞÝÐINGIN SÖKKAR: “Draumurinn um að verða bæjarstjóri var vaxin úr grasi því ég passaði ekki í það, Afþví ég var alstaðar að. ” “og mjólkaði bakrunnin hans inn í New York fyrir allt sem var þess virði.” “Ekki hélt það í bakið á honum þegar hann skortr reglulega menntun”+ Og margt margt annað…

Re: öfundsjúkur,hatar mig eða alveg sama????

í Rómantík fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Maður segir afbrýðisamur, ekki öfundsjúkur Ef hann er fúll út í þig af því þú átt kærasta en hann ekki kærustu er hann öfundsjúkur, ef hann hinsvegar er fúll afþví þú ert ekki kærastan hans, sem er líklegra, þá er hann afbrýðisamur. Merkilegt hvernig allir í heiminum fara gegnum sama helvítis vesenið með allt. Hvenær verður tilhugalífsreynsla partur af genum okkar spyr ég nú bara…

Re: Enn og aftur um aldursmun para

í Rómantík fyrir 21 árum, 5 mánuðum
hvernig má það vera að aldurinn sé alveg afstæður, en um leið skiptir hann minna og minna máli þegar fólk verður eldra?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok