Ég skildi ekki svarið hans vegna þess að ég var nú þegar búinn að stinga upp á ráði við þessu, sem er meðal annars fjallað um í bókunum Samræður við Guð. Þar er fjallað um Guð sem eina sál, en sem er samt óendanlega margar sálir, sem skipta sér svo niður í líkama. Ég og þú erum því ólíkar sálir, en samt “eitt”, eða “samheldnir”, rétt eins og loftið í stofunni sé alltaf sama loftið þó við skiptum því í tvo eða óendanlega hluta. Hvers vegna gefurðu þér að tölur (1=1) gildi í “heimi guðs”?...