Flott hjá þér að bæta þig! Reyndu þetta: Lestu fyrst allt námsefnið yfir, það er mjög mikilvægt, því þá öðlastu yfirsýn yfir námsefnið. Þegar þú hefur lesið allt yfir, þá áttu mikið auðveldara með að fiska út aðalatriðin. Ef þú átt enn erfitt með að fiska út aðalatriðin, prófaðu þá að spyrja þig: Hvernig get ég sameinað allt þetta með örfáum stikkorðum (má ekki vera heill kafli, 1-3 atriði eru nóg)? Og þegar þú lest þessi stikkorð, þá muntu sjálfkrafa minnast allra þessara atriða.