þetta er erfið spurning, en þetta fer líka eftir því hvar þú ert. ég vinn t.d í kringlunni og þar sé ég alltaf bara eins stelpur. Í skinny jeans, gallapilsum, síðum hettupeysum, stígvélum eða sætum og nettum skóm, með stórar töskur ofl ofl. Svo ef þú ferð niður í bæ sérðu rjómann af “artí” liði bæjarins. Allskonar föt! yfirleitt keypt í 2nd hand búðum. samt svoldið það sama, skinny jeans og stórar peysur. Bara aðeins í ýktari kantinum. buxurnar eru kannski rauðar og peysan í allskonar litum!...