Það skelfilegasta sem ég hef lennt í er að líta út um stofugluggann og sjá bíl bróður míns í hakki eftir að hafa klesst á ljósastaur, flogið 200 metra út fyrir veg og farið 2 hringi í loftinu fram fyrir sig. Ég vissi ekkert hvort hann væri dáinn eða lifandi þarna inni í bílnum. Sá bara bílinn, reyk, og fullt af fólki.. slökkviliðsbíla, sjúkrabíla og lögreglu. Ég gat ekki hlaupið út því ég var með litlu systur mína ein heima og ég vildi ekki taka hana með. Ég vissi að mamma væri að koma úr...