Þetta væri nú ekki alvitlaus hugmynd. Er sjálf að skrappa öðru hverju þó að það séu ekki eins glæsilegar síður og margar aðrar sem ég hef séð, en svona gæti maður fengið tips og tricks frá öðru fólki sem er að dunda sér í svona handavinnu, hvar eru bestu dílarnir og svona.. Veit að Warhammer pælingar eru á hlutverkaspil áhugamálinu og teikningar og álíka undir myndlist þó að svona föndur eins og skrapp, prjón og læti gæti passað betur undir sér áhugamál :)