Búinn að hlusta á diskinn svona 15-20 sinnum síðasta 1 og 1/2 sólarhring(er að spila hann núna) bæði á meðan ég sinni öðru og í gærkvöldi hlustaði ég á hann´í heyrnatólum, hátt stilltann tvisvar í gegn með lokuð augun og gerði ekkert á meðan, einbeitti mér aðeins að tónlistinni (þetta er góð aðferð því þá manstu alveg hvernig öll lögin eru og hvað sé sérstakt við þau). Niðurstaðan er þessi Amnesiac *****, 5/5, fullt hús, meistaraverk osfrv.