Þú verður að orða þessar ráðleggingar þínar á mannamáli :) Myofibril = Vöðvatrefja, minnsta samdráttareining vöðvans sem inniheldur sjálfan samdráttarbúnaðinn, myosin og actin þráðlurnar. Við bæði styrktar og vaxtarræktarþjálfun verður fjölgun á myosin/actin þráðlunum sem leiða til stækkunar vöðvatrefjanna og fjölgun á sjálfum vöðvatrefjunum sem leiðir til stækkunar vöðvans. Sarcoplasm er einfaldlega umfrymi vöðvaþráðarins og inniheldur samdráttarbúnaðinn (myosin & actin), prótein, glycogen,...