Microsoft hatur: Mig langaði bara að komast aðeins inní þessa umræðu. Hvað hefur Microsoft gert gott fyrir vefinn og/eða vefþróun? Eitt stórt atriði sem mér finnst að þeir hafa komið með gott fyrir vefþróun er asp.net, þetta er ein mesta snilld sem ég hef unnið í, að sjálfsögðu eru böggar og annað, ekki allt verður fullkomið í fyrstu útgáfu, hlakka mjög mikið til að útgáfa 2.0 kemur út, þá fyrst verður þetta almennilegt hvað varðar staðla og annað. En einnig hef ég smá Microsoft hatur í mér...