Það er eitthvað rétt og eitthvað rangt í þessum pósti þínum. Hafrar eru t.d. ekkert alslæmir, með lágt GI gildi og spika insúlínið þitt mun minna en t.d. hvítt brauð myndi gera. Einnig er fullt af góðum næringarefnum í höfrunum. Glúkagoni er yfirleitt ekki seytt vegna prótinmeltingar heldur er það vegna þess að blóðsykurmagn líkamans lækkar og lætur glúkagon lifrina brjóta niður sykrufroðann sinn til þess að hækka blóðsykurinn aftur. Þú færð ekki glúkagon með mat, líkaminn býr það til sjálfur.