Ég veit alveg að ávextir séu hollir en það var bara skrýtið hvernig þeir áttu að bjarga málunum í heiminum útaf því. Hugmyndin með bláberin er t.d. mjög góð, takk fyrir hana. Skal tékka á þessu með brauðið og reyna að fá mér möndlurnar. Hnetusmjörið er hinsvegar úr hnetum, fann eitthvað lífrænt dót frá Whole Earth og hefur reynst mér vel. Annars er ég bara að reyna að viðhalda mér þar sem ég æfi fyrir íþrótt (badminton) og langar ekki að visna í burtu yfir veturinn né verða of þungur.