Hmm, þegar ég fer að hugsa um allt saman lítur þetta út eins og lífið mitt sé bara yfir höfuð vandræðalegt. Ætla bara að nefna það sem gerst hefur á þessu ári. 1. Var að labba útúr Kringlunni, úr svona hringhurð, labba of fljótt út, sá bara ekki að það var gler fyrir og labba beint á hana. Held að ég hafi sjaldan hlegið jafn mikið af sjálfri mér. Gott að geta skemmt öðrum líka. 2. Ég vinn í afgreiðslustarfi og það gerist alltaf eitthvað skemmtilegt þar, nú er innprentað í mig takk fyrir og...