Ég ætla að byrja á byrjuninni. Á þriðjudagskvöldið eftir vinnu þegar við erum upp í rúmi segir kærastinn minn við mig, ég er að fara til hólmavíkur um helgina, ég þarf að redda mér fríi í vinnunni. Og ég segi nú jæja ok. Hann ræddi þetta ekk einu sinni við mig.. Ekkert svona ég er að spá eða er þér sama eða neitt! Bara ég er farinn! Ég verð pínu fúl, við tölum saman, gerum samning og hann er farinn! En núna er málið að ég er ekkert sátt við það að hann hafi farið í alvöru! Einmitt útaf þessu...