Takk fyrir svarið þitt, Lecter, ég ber virðingu fyrir þér án þess að vera alltaf sammála þínum skoðunum. Ég hef lesið eitthvað eftir Darwin, já, en aðallega hef ég lesið um svipuð málefni tengd sálfræði, svo sem hvernig hegðun velst úr vegna afleiðinga sinna. Í rauninni hefur þróunarkenningin sig samt yfir skapara sinn, Darwin. Eins og ég benti á í öðrum pósti er þróunarkenningin besta skýringin á fjölbreytileika lífs þar sem hún vekur ekki upp frekari spurningar, ólíkt skýringum sem vekja...