Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Brighton
Brighton Notandi síðan fyrir 18 árum, 9 mánuðum 34 ára kvenmaður
838 stig
Áhugamál: Leikhús, Harry Potter
-Tinna

Re: Endurkoma!

í Harry Potter fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Ég les svolítið fanfic en ég er ekki mikið fyrir Marauders sögur, eða sögur með pörum sem eru alveg út í hött. Ég er mest fyrir fyndnar sögur og sögur sem gætu alveg þess vegna gerst :D

Re: Endurkoma!

í Harry Potter fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Sama svar ;) Ég sendi bréfið á umboðsmann hennar, eða eitthvað álíka, því það er gefið upp sem heimilisfangið til að senda henni bréf. Ég veit ekki hvort hún fær bréfið sjálft en það er sent til baka fjöldaframleitt bréf sem hún hefur skrifað undir.

Re: Endurkoma!

í Harry Potter fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Heyrðu já. Ég sendi þeim bréf á umboðsmanninn þeirra sem sendir til baka áritaðar myndir og bréf frá leikurunum. Ég veit ekki hvort að leikararnir fái sjálf bréfin, ég held það reyndar, en þau skrifa ekki persónulegt bréf til baka. Heimilisföngin er örugglega að finna á einhverjum fansíðum en ég bara sendi þetta fyrir svo mörgum árum að ég bara man það ekki!

Re: Endurkoma!

í Harry Potter fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Ég sendi bréfið fyrir svo mörgum árum að ég bara einfaldlega man ekki heimilisfangið. Þú ættir reyndar að geta fundið heimilsföng á fan-síðum á netinu, kannski mugglenet?

Re: hæ, mig vantar álit ykkar

í Rómantík fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Ég er sammála Karat. Spurðu hann bara aftur og ef hann lýgur aftur segðu þá að þú hafir rekist á nokkur sms þegar þú fékkst símann hans um daginn. Ef hann fer e-ð að væla að þú hafir ekki átt rétt á að hnýsast í símann hans segðu honum þá að hann sé ekkert skárri með því að ljúga og heimtaðu að fá að vita hvað er í gangi.

Re: Endurkoma!

í Harry Potter fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Ég sagði að myndirnar væru ekki eins góðar og bækurnar. Ég ELSKA myndirnar, ég bara elska bækurnar miklu meira. Bætt við 28. júní 2007 - 23:48 Þó mér finnist myndirnar ekki nærri því eins góðar og bækurnar er ég samt mjög hrifin af þeim og ég get ekki beðið eftir næstu mynd.

Re: var að spá

í Tilveran fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Ég man ekki hvað ég var gömul en ég ákvað einn daginn að ég væri of gömul fyrir snuð og fór með mömmu að gefa öndunum snuðin mín! Vinur minn ákvað líka sjálfur að hann væri of stór fyrir snuð og henti þeim í klósettið :')

Re: Hvað er Deathly Hallows?

í Harry Potter fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Miðað við frönsku þýðinguna á bókinni sem ég las á áhugamálinu í dag (man ekki hvar >_< örugglega hér í fréttunum?) þá kæmi mér ekki á óvart að Deathly Hallows væri hliðið sem Sirius fór í gegnum.

Re: Hvað er Deathly Hallows?

í Harry Potter fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Jólin eru ekki kristileg hátið, þau voru haldin löngu áður en kristni breiddist út.

Re: Hermione Granger

í Harry Potter fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Þetta er hárið sem hún á að vera með! Eina myndin sem ég var ánægð með hárið á henni.

Re: Luna Lovegood

í Harry Potter fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Fullkomin! Ég sá hárið reyndar öðruvísi fyrir mér en þetta er jafnvel betra!

Re: Kreacher

í Harry Potter fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Vá hvað hann er óhugnalega líkur því sem ég ímyndaði mér… sem er gott! :D

Re: Undarlegheit og tilviljanir

í Harry Potter fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Þetta með sokkana er frábært :'D Ég held að Hrekkjavakan sé notuð því þetta er jú einhverskonar ‘magical day’. Algengt að krakkar séu í nornabúningum og þannig :P

Re: Fréttirnar 9. júní 2007

í Harry Potter fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Veit ekki hvort það tengist því eitthvað en þegar ég las “helgidómur dauðans” þá fór ég að hugsa um hliðið sem Sirius fór í gegnum… En nafnið Deathly Hallows minnir mig ekkert á það :/ Mér líst aftur á móti ekkert svo vel á þessar grímur. Ég sá þær alltaf fyrir mér bara hvítar og ofboðslega plain, svolítið eins og grísku leikhúsgrímurnar nema á brossins/fýlunnar :P

Re: Fyndnasta sem þú hefur heyrt einhvern segja í svefni?

í Tilveran fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Ég gisti í tjaldi með vinkonu minni fyrir nokkrum árum og hún var alveg að sofna og klukkan bara tíu! Hún var búin að snúa sér á hina hliðina og ég var eitthvað að pota í hana. Ég: *nafn*… ertu vakandi? Hún: Tré… viltu tré? TRÉ TIL SÖLU! *syngjandi* trétrétré, ég er að selja tré! Svo vaknaði hún við sjálfa sig en sofnaði strax aftur og sneri sér nánast alveg niður þannig að ég klögraðist hálfofaná hana og þá heyrist í henni “Nei afi!! Ekki setja ferðatöskuna þarna! AFI! HÚN ER ONÁ MÉR!!” Svo...

Re: back in times

í Tilveran fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Spice Girls eru THE THING! Ég hlusta í alvöru ennþá á þær xD

Re: Ehh...Fucking rugl!

í Tilveran fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Já, og ég er búin að vera á þeim í mörg, mörg ár. Ég er á Kestine núna en finn samt fyrir ofnæmisviðbrögðum. Líka prófað að vera bæði á Kestine og Loritin en ég finn samt fyrir ofnæmisviðbrögðum. Sumt fólk er bara með það mikið ofnæmi…

Re: Ehh...Fucking rugl!

í Tilveran fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Ég er með frjókornaofnæmi og fékk að vinna á leikskólum í unglingavinnunni. Þessar tvær vikur sem leikskólinn var lokaður fór ég í venjulegu unglingavinnuna og ég meikaði ekki einu sinni viku þar útaf ofnæminu. Sumir geta alls ekki unnið í þessu útaf ofnæminu þó aðrir geti það ;)

Re: Subway

í Tilveran fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Ah ég þoli ekki svona fólk! Ég var að vinna á kassa í Hagkaup og sama hvað ég var pirruð þá sagði ég alltaf góðan daginn, brosti alltaf, gaf alltaf upp verðið, spurði hvort fólk vildi miðann, hve marga poka o.sv.frv. Núna þegar ég fer þangað þá eru þetta krakkar sem eru venjulega að spjalla við krakkana á næsta kassa, öll frekar drusluleg til fara og yrða ekki á mann. Maður er kannski ekki alltaf að fylgjast sjálfur með verðinu og þá er ágætt að heyra það áður en maður borgar. Tek það fram...

Re: Hvaða skóli?

í Leikhús fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Oh, ég vissi ekki að þeir byðu ekki upp á BA gráðu (ég er svo blind þegar ég skoða heimasíður -_-") og ég stefni á BA gráðu í leiklist :P

Re: Trivia 3

í Leikhús fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Spurning… hvenær koma úrslit og ný trivia? ;)

Re: könnunin :( smá pæling

í Tíska & útlit fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Mér finnst það ekki skrítið að eiga ekki samstæður. Oft kaupir maður kannski þrjár nærbuxur saman (eins mynstur, mismunandi litir) og þá er svolítið leiðinlegt að þurfa að leita sér að einhverju í stíl. En eins og einhver sagði þá eru nærfötin ekki til sýnis á hverjum degi.

Re: Föt til sölu, seinni hluti :)

í Tíska & útlit fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Ok frábært! Vinkona mín hefur áhuga á nokkrum fötum líka, ég sendi það bara með. Á ég að senda þetta á eitthvað email eða í hugapósti?

Re: Notendanöfn

í Tilveran fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Ert þetta þú já? O_o aldrei hefði mér dottið það í hug

Re: hvað mynduð þið gera?

í Rómantík fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Trúlofun er samt ekki eitthvað kristilegt og brúðkaup er það ekki heldur.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok