Ah ég þoli ekki svona fólk! Ég var að vinna á kassa í Hagkaup og sama hvað ég var pirruð þá sagði ég alltaf góðan daginn, brosti alltaf, gaf alltaf upp verðið, spurði hvort fólk vildi miðann, hve marga poka o.sv.frv. Núna þegar ég fer þangað þá eru þetta krakkar sem eru venjulega að spjalla við krakkana á næsta kassa, öll frekar drusluleg til fara og yrða ekki á mann. Maður er kannski ekki alltaf að fylgjast sjálfur með verðinu og þá er ágætt að heyra það áður en maður borgar. Tek það fram...