Eins og Moli0 talaði um þá er “langsvalasta fólkið” í Norðurkjallara, “mið-svalasta” á Matgarði (salurinn niðri, við matsöluna) og “nördarnir” á Miðgarði, efri hæðin. Ég held að þetta hafi bara þróast í að t.d. þessir svokölluðu “nördar” hafi hvort sem er viljað sitja saman. Ekki beint klíkuskapur, gerist bara óvart. En það er fullt af “svölu” fólki á Miðgarði og eins mikið af “nördum” á Matgarði svo þetta er ekki algilt. Ég segi áfram Matgarður! Best að sitja þar - styst að fara í sjoppuna ;)