Ég veit að strætóleiðirnar geta alls ekki hagnast öllum, en ég er búin að sjá aðeins of mikið af kvörtunum undan kerfinu. Mér þykir t.d. skrítið að 13, sem fer bæði fram hjá MH og Verzló, gangi á hálftímafresti allan daginn. Það er t.d. eitthvað sem þarf að skoða. Mér finnst líka bara að svona upplýsingar, eins og leiðabókin, eigi ekki að kosta mann.