Myndavélin skiptir litlu máli hvernig myndir þú ætlar að taka, það eru linsurnar sem spila þar mest inn í. Ódýrast er væntanlega að fá einhverja notaða, Canon 300-450D eða sambærilega Nikon (sem ég get aldrei munað númer hvað eru, D70-D90, eitthvað svoleiðis) og síðan einhverja fína prime linsu, þær eru yfirleitt góðar í portrett, aðalmálið held ég að sé að linsan sé nægilega hröð.