Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Spilar þú á hljóðfæri ?

í Jazz og blús fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Hvað er málið með feitletraða staf? Vilt þú ekki byrja á því að svara þessu sjálfur? Annars er ég sjálfur gítar og munnhörpuleikari, spila mest blús og þjóðlagatónlist og allt þar á milli (sem er tja ekkert voða mikið).

Re: Bestu gullaldartónlistarkonurnar?

í Gullöldin fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Sandy Denny er náttúrulega alveg frábær. En mér heyrist menn vera að gleyma Mama Cass?

Re: Stjórnandur óskast á áhugamálið

í Jazz og blús fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Þá er þetta bara í höndum vefstjóra. Ertu með einhverjar hugmyndir um hvernig má bæta áhugamálið?

Re: Stjórnandur óskast á áhugamálið

í Jazz og blús fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Þá er um að gera að sækja um.

Re: byrjandi - hvað skal gera?

í Ljósmyndun fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Nei í rauninni ekki, allar þessar byrjenda SLR vélar eru mjög svipaðar, tæknilega séð, ég er ekki nægilega vitur til að fara út í muninn á þeim. Sumir fíla Nikon aðrir Canon. Það er hinsvegar miklu meira af Canon aukahlutum á markaðnum á Íslandi, miklu fleiri linsur og þess háttar, því er auðveldara að kaupa sér auka linsu ef þú átt Canon, það detta samt reglulega inn linsur frá öðrum framleiðendum til sölu.

Re: byrjandi - hvað skal gera?

í Ljósmyndun fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Það stoðar lítið að vera með frábæra vél en lélega linsu, ég held að flestir mæli nú með að stærri hluti fjármagnsins fari í linsu kaup fremur en véla kaup. Það er hægt að fá fullt af fínum pökkum á góðu verði sættirðu þig við að kaupa notað. Canon 350D-450D eru allr fínar, einnig Nikon vélarnar, D60-D90. Mæli eindregið með því að þú hafir augun opin bæði hér á huga og einnig á ljosmyndakeppni.is, spjallborðinu þar, því það detta inn góðir pakkar næstum daglega.

Re: Pan dauðans!

í Ljósmyndun fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Þú hefur ekki vakið neinar grunsemdir, takandi myndir af ungum drengjum úr fjarlægð?

Re: Fóstureyðingar

í Tilveran fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Fóstureyðingar eiga að vera aðgengilegar öllum þeim sem kjósa, allt þar til fóstrið hefur þroskað með sér taugakerfi, eftir það að þá þarf að taka tillit til ástands móðurs, líkamlegs, andlegs og félagslegs ástands til ákvörðunar um hvort eyða eigi þungun eða ekki. Þessi rökvilla um að þú sért að drepa Beethoven eða Einstein eða hvað sem er með því að fara í fóstureyðingur er út í hött, með sömu lógík ertu líka að koma í veg fyrir fæðingu snillinga í hvert skipti sem þú fróar þér, eða tja í...

Re: Hvað er á innkaupalistanum ykkar?

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Tja, hefði kannski skoðað þetta ef mánaðarmót væru nýafstaðin, er nokkurn veginn blankur í augnablikinu.

Re: Til hvers er Hugi.is ?

í Tilveran fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Það eru auglýsingar hér, stundum, ekki áberandi en þær eru þarna samt. Síminn á netþjónin og allir stjórnendur nema vefstjóri eru í sjálfboðavinnu, því kostar ekkert að reka síðuna (nema laun vefstjóra) og auglýsingar borga hluta þess kostnaðar. Auk þess sem síminn er með auglýsingar sjálfur hér og þar, þetta er vinsæl síða og gott tækifæri fyrir síman að ná til ungs fólks.

Re: Hvað er á innkaupalistanum ykkar?

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Haha, ég er nú meira að spá í verðflokknum 15-25þúsund í hljóðnemunum, þá á ég við notað, þetta hefur hækkað talsvert á undanförnum mánuðum. Brooks var að selja einhverja mæka um daginn, leyst helvíti vel á einn, kannski ég skelli mér á hann ef hann er ekki seldur. Ég er einmitt mest að pæla í Peavey Classic 30, enda hef ég enga þörf fyrir stærri magnara.

Re: Tactík

í Manager leikir fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Spila 4-4-2 með stuttum, hröðum sendingum, leyfi leiknum að fljóta vel, vörnin furðulega solid miðað við hve hátt hún spilar, rangstöðugildran bjargað mér ótal oft. Liðið er Arsenal og núverandi uppstilling (er nýbyrjaður annað tímabil) er eitthvað á þessa leið: Asenjo Clichy - Toure - Piqué/Djourou - Sagna Nasri - Reo-Coker - Fabregas - Walcott/Kalou Pogrebnyak/Bendtner - van Persie/Adebayor/Vela/Eduardo Engin framherji á fast sæti í liðinu enda er ég með marga framherja.

Re: Hvað er á innkaupalistanum ykkar?

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Mig vantar góðan kondenser mæk, til að taka upp kassagítarinn í heima“stúdíóið”, það er svona það eina nauðsynlega sem mig vantar. Er samt mikið að spá í að skipta út mögnurum og fá mér alvöru lampa magnara, þá er ég, eins og þú, að spá i Tiny Terror, einnig koma þessir venjulegu lampamagnarar til greina, Peavey Classic eða Fender Deluxe/Deville, draumirinn væri að sjálfsögðu AC30 en það er of þungt fyrir budduna. Síðan er maður alltaf að kikja eftir góðum dílum á effektpedala, á aldrei of...

Re: frítt vinnsluforrit í mac?

í Apple fyrir 15 árum, 9 mánuðum
OpenOffice er augljóst val held ég, það er frítt, gúglaðu það.

Re: Hvernig ætli það sé að vera innmúraður?

í Deiglan fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Af hverju er LOGO sjálfstæðisflokksins GRIMMUR fálki sem ræðst á allt sem hreyfist? Merki sjálfstæðisflokksins er gamalt og hefur ekkert með Davíð né Geir né núverandi stefnu flokksins að gera. Fálkinn er þjóðarfugl íslendinga og þjóðartákn (svipað og skallaörnin í Bandaríkjunum) og er hluti af þeirri ímynd sem Sjálfstæðisflokkurinn skóp sér á upphafsárum flokksins, þjóðlegur sjálfstæðisflokkur (til höfuðs hinum óþjóðlega, evrópusinnaða Alþýðuflokki á þeim tíma).

Re: Gerviþekking og vanhæfir foreldrar.

í Deiglan fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Andstaða við bólusetningu er á uppleið í evrópu og bna, sérstaklega í Bretlandi þar sem í kingum 1300 krakkar dóu úr mislingum á liðnu ári (minnir mig). Fáranlegt. Og fullt af trúarköltum og samsærisbatteríum magna þetta upp, og svona fólk á líka greiðan aðgang að fjölmiðlum (sem oft eru ekki sérstaklega gagnrýnir), þekktasta “and-bólusetningar” vitleysingurinn í bna er trúlega Jenny McCarthy fyrirsæta, hún er oft í bandarísku sjónvarpi og hefur skrifað bækur og stöff held ég um þetta,...

Re: Slitnir puttar

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Er ekki hægt að teipa bara fingurgómana, með miðlungsþykku límbandi (ekki þessu glæra drasli)? Já eða setja lím á fingurgómana og láta það þorna. Ef þú ert með nikkel ofnæmi ætti læknir að geta greint það, og þá eru til lyf eða strengir sem ekki innihalda nikkel.

Re: Smá hjálp í sambandi við gullaladar bíómynd?

í Gullöldin fyrir 15 árum, 9 mánuðum
http://en.wikipedia.org/wiki/Almost_Famous Hef þó ekki séð hana en giska að þú sért að tala um þessa mynd.

Re: Er Trúfrelsi á Íslandi? uhhh leimmér að hugsa... NEI!

í Deiglan fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Kirkjur eru opinberar byggingar, byggðar með skattfé. Prestar þjóðkirkjunnar eru opinberir starfsmenn, laun þeirra borguð af ríkinu. Því mega hvorki kirkjur né prestar mismuna á grundvelli trúarskoðanna, kirkjur eru því opnar öllum íslendingum að kostnaðarlausu og sami taxti gildir fyrir trúaða sem og trúlausa þegar kemur að kirkjulegum athöfnum. Það sama á við um kirkjugarðanna, það hafa allir jafnan rétt að nýta sér þá burstéð frá trúarskoðunum, vegna þess að þeir eru reknir af ríkisstofnun.

Re: Er Trúfrelsi á Íslandi? uhhh leimmér að hugsa... NEI!

í Deiglan fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Skattpeningur og sóknargjöld fara ekki í Hjálparstofnun Kirkjunnar, það er sér og þú verður að gefa sjálfur pening.

Re: Er Trúfrelsi á Íslandi? uhhh leimmér að hugsa... NEI!

í Deiglan fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Nei, þú borgar sömu skattprósentu, bara þessi 11þúsund kall á ári eða hvað sem sóknargjöldin eru fara í háskólasjóð í stað þjóðkirkunnar. Háskólasjóður er notaður í allskonar verkefni, einkum viðhald á byggingum hef ég heyrt, þvert á sumar sögur að þá fer þessi peningur ekki í guðfræðideildina.

Re: Er Trúfrelsi á Íslandi? uhhh leimmér að hugsa... NEI!

í Deiglan fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Þó svo að kirkjan verði aðskilin ríki þýðir ekkert endilega að hún hætti að sinna þessu hlutverki sem margir ætlast til af henni, hún þarf örugglega að gera það í minna mæla enda munu eflaust einhverjir segja sig úr kirkjunni þegar þeir fara að fá gíróseðilinn heim hver mánaðarmót. En kirkjan mun samt áfram vera stærsta trúfélag landsins og mun eflast við að vera skorið frá ríkinu, vafalaust. Sem félag styrkt af ríkinu (opinbert félag) að þá eru fullt af hlutum sem kirkjan má ekki gera, eins...

Re: Er Trúfrelsi á Íslandi? uhhh leimmér að hugsa... NEI!

í Deiglan fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Málið er þá það að þeir sem standa utan trúfélaga ættu ekki að þurfa að borga þennan aukaskatt sem þeir sem eru skráðir í trúfélög þurfa að borga til þeirra trúfélaga. Réttlátast væri að ríkið myndi ekki innheimta sóknargjöld fyrir nein trúfélög, félögin mundu þá gera það sjálf og engin mundi rukka trúlausa fyrir “utankirkjuskatt”.

Re: Er Trúfrelsi á Íslandi? uhhh leimmér að hugsa... NEI!

í Deiglan fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Þú skráist ekki sjálfkrafa úr þjóðkirkjunni þótt þú fermir þig ekki. Þú þarft að gera það sjálfur. Bara benda þér á þetta ef þú vissir þetta ekki. En já skatturinn sem þú værir að borga í þjóðkirkjuna fer í HÍ ef þú stendur utan trúfélaga.

Re: Er Trúfrelsi á Íslandi? uhhh leimmér að hugsa... NEI!

í Deiglan fyrir 15 árum, 9 mánuðum
En prestar eru ekki menntaðir né allskostar óvíst hvort þeir geti veitt þessa andlegu þjónustu sem allir væla að sé hornsteinn kirkjustarfsins, þeir eru guðfræðingar og menntaðir sem slíkir, þeir eru ekki menntaðir sálfræðingar, mannfræðingar, námsráðgjafar eða félagsfræðingar. Þeir hafa nákvæmlega enga menntun á þessu sviði fyrir utan einn eða tvo kúrsa í háskóla íslands. Við höfum heilbrigðisstétt sem sér um að annast heilbrigði landsins, bæði andlegt og líkamlegt, hér eru starfandi tugir...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok