Þegar ég var að ferðast um Evrópu, síðasta apríl, var ég á gangi um Zurich og kemur þá ekki þessi indæli trúboði upp að mér og við fórum að ræða um trúna (ég er sjálfur trúleysingi), mér þótti þetta afskaplega fínar samræður, án þess að fara út í eitthvað skítkast, hann var bara að skýra frá sínum hugmyndum (sem voru reyndar nokkuð skynsamar, miðað við suma) og ég mínum. Ég vildi að það væri hægt að stunda svona umræður á Íslandi.