Það er á alla vegu, hvort menn vinni myndirnar sínar mikið eða lítið, ég held þá að 90% ljósmyndara vinna myndirnar eitthvað, kroppa, stilla liti og annað smálegt. Það er aragrúi af ljósmyndanámskeiðum í boði, allt frá dagsnámskeiðum til fulls náms í einhverjum iðnskólanum. Einnig er mikið kennsluefni ókeypis á netinu, bæði varðandi ljósmyndun og myndvinnslu. Einhverjir tenglar eru á svona efni af ljosmyndakeppni.is og örugglega í tenglasafninu hér, síðan er alltaf bara google.