Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Dagoberto

í Manager leikir fyrir 17 árum
Hef prófað hann í FM07, keypti hann þá til PSV á fyrsta tímabili og hann var besti leikmaðurinn það tímabil og markahæstur hjá mér, þrátt fyrir að vera meiddur í 2 mánuði. Ódýr og góður leikmaður. Hef ekki prófað hann í FM08.

Re: Kristni sem heimspeki

í Heimspeki fyrir 17 árum
Vísindaleg hugsun getur aldrei verið blind…vísindi leiðrétta sjálf sig, ólíkt trúarbrögðum, ef einhver kemst að því að vísindakenning sé röng er hún felld úr gildi og eða henni skipt út fyrir aðra betri útskýringu. Vísindi sjá engan hagnað í því að halda frammi röngum kenningum, þau leitasta alltaf við að vera eins rétt og mögulegt er miðaða við þá þekkingu og þá getu sem til er á hverjum tíma. Vísindaleg hugsun er eins opin og hugsun getur verið. Ólíkt prestum og predikurum skipta...

Re: Kristni sem heimspeki

í Heimspeki fyrir 17 árum
Afhverju finnurðu ekki fyrir guði í dauðri og andslausri kirkju eins og Þjóðkirkjunni? Afhverju finnurðu bara fyrir Guði í stemningu? Getur verið að þessi guð þinn sé bara andrúmsloftið, múgsefjunin? Það eru ekki nægilega sterkar heimildir fyrir tilvist Jésu svo hægt sé að segja 100% af eða á í þeim efnum. Tilfinngar eða anekdótur eru aldrei nægilega sönnunargögn fyrir neinu, til þess er mannsheilinn of mistækur. Lífstími kenningar segir ekkert til um gildi hennar, jarðmiðjukenningin er mun...

Re: Að tala tungumál.

í Tungumál fyrir 17 árum
Þjóðir tala alltaf mun hraðar sitt eigið tungumál, þú mundir kannski skilja ef talað væri hægt. Fyrir utan að það er ekki nokkur leið að skilja Dana, alveg sama hvaða tungumál hann talar.

Re: 89mínuta

í Manager leikir fyrir 17 árum
Kannski vert að taka fram að þetta er FM07?

Re: Að trúa ekki á það að trúa

í Tilveran fyrir 17 árum
Greinilega ekki, er hann eitthvað skemmtilegur?

Re: White Power!!!

í Tilveran fyrir 17 árum
Samkvæmt trúarritum allra þessarra trúarbragða eru þau kominn frá Abraham. Kristnir voru fyrst bara sértrúarsöfnuður innan gyðingdómisins, Jésú var gyðingur.

Re: Anarkismi

í Stjórnmál fyrir 17 árum
Það er vel hægt að svíkja undan skatti, fá borgað svart eða þar eftir götunum. Þú ert ríkið, hér er lýðræði, lýðurinn (fólkið) ræður, fólkið er ríkið og ríkið er fólkið (eða þannig ætti það allavega að vera), þú getur ekki rænt sjálfan þig. Ef þér finnst ömurlegt að borga skatt og finnst hann pína að þá er ekki ríkið að ræna af þér, heldur eru það samlandar þínir, restin af fólkinu, ríkið er bara böðullinn, en fólkið er dómari og kviðdómur. Ég er alveg til í það að breyta skattkerfinu, en að...

Re: Hvað ætlið þið að vera í lífinu?

í Tilveran fyrir 17 árum
Ég ætla að verða akademíkus…sagnfræði, íslenska, enska, bókmenntafræði, heimspeki eða þjóðfræði…mun líklegast læra eitthvað af þessu.

Re: Van Morrison

í Gullöldin fyrir 17 árum
Dylan hefur fengið mig til að hugsa, mikið, kannski ekki breytt lifnaðarháttum en fengið mann til að pæla. Æji förum nú ekki að rífast um Paul McCartney til viðbótar…hinir tveir eru nóg í bili.

Re: Veist þú?

í Músík almennt fyrir 17 árum
það hljóta að vera The Kinks eða Who.

Re: Hæga á leikmönnum

í Manager leikir fyrir 17 árum
Setja Time Wasting á fullt, samt ekki gera það fyrr en mjög seint í leiknum, síðustu 10 mín er fínt. Síðan breyta “Tempo” og fleira.

Re: Lög.....

í Tilveran fyrir 17 árum
We Can Talk - The Band

Re: Að trúa ekki á það að trúa

í Tilveran fyrir 17 árum
Ég var aldrei að segja að þetta væru ekki góður reglur. Þær eru það, en þær eiga ekki upptök sín í trúarbrögðum.

Re: Anarkismi

í Stjórnmál fyrir 17 árum
Þetta eru bara tvö mismunandi sjónarmið…ekki tekur ríkið peninga af mér með valdi, ég læt þá með góðu enda varla til betra málefni að gefa peningin í en velferð eigin þjóðar. Ég er hlynntur skattlagningu og ef það þýðir að ég sé hlynntur ríkisafskiptum að þá verður bara að hafa það.

Re: Að trúa ekki á það að trúa

í Tilveran fyrir 17 árum
Hvernig getur 2 mánaða krakki kynnst trúarbrögðum og lært að skilja allar reglur trúarbragðanna á þeim 2 mánuðum sem hann hefur lifað. Hann hefur augljóslega engan skilning á trúarbrögðum, en hann kann samt allar reglurnar. Eins með simpansa. Það má nú deila um hvort öll trúarbrögð séu sprottinn út frá vangaveltum um tilurð mannsins og tilgang. Held að mörg þeirra hafi sprottið upp sem valdatæki.

Re: Að trúa ekki á það að trúa

í Tilveran fyrir 17 árum
Enda sagði ég ekki að fólk mætti eða ætti ekki að blanda trúarbrögðum inn í hátíðir.

Re: Að trúa ekki á það að trúa

í Tilveran fyrir 17 árum
Það eru vorhátíðir um allan heim sem ekki eru trúartengdar… En ég er alveg sammála þér, jólin eru hátíð og það er alger óþarfi að troða einhverri trúardellu þar inn og binda hátíðina við eitt trúarbragð.

Re: White Power!!!

í Tilveran fyrir 17 árum
haha, enda var ég bara að gantast…Akureyri er einn af fegurstu og skemmtilegustu bæjum landsins

Re: Flottasta línan? Allir ath. takk!

í Tilveran fyrir 17 árum
“Vitur maður hefur sagt að næst því að missa móður sína sé fátt hollara úngum börnum en missa föður sinn” Halldór Laxness, Brekkukotsannáll, fyrsta setning. “Ber er hver að baki nema bróður eigi” Njála, man ekki hver sagði þetta, hvort það var Gunnar sjálfur eða Kári Sölmundar eða hvorugur, langt síðan ég las þetta merkasta rit íslandsbókmenntana síðast. Auk þess eigum við íslendingar eina merkustu uppsprettu máltaka heimsins, Hávamál.

Re: White Power!!!

í Tilveran fyrir 17 árum
Sem “ekki-akureyringur” þoli ég ekki akureyringa…

Re: Van Morrison

í Gullöldin fyrir 17 árum
Mér hefur alltaf fundist John Lennon leiðinlegur, svona af viðtölum að dæma, ófyndinn og athyglissjúkur. Þetta voru náttúrulega ýkjur hjá mér, en það þýðir samt ekki að bera saman besta efni Lennons og versta efni Dylans. Ég bara get ekki skilið hvað er svona gott við tónlistina hans Lennon, þetta er ósköp miðlungs.

Re: White Power!!!

í Tilveran fyrir 17 árum
Reyndar er það alveg misjafnt hvort ég segi eða skrifa pylsa eða pulsa. Ég hugsa að ég skrifi frekar pulsa en segi pylsa eða öfugt man ekki.

Re: White Power!!!

í Tilveran fyrir 17 árum
Við vitum báður að það er þvæla.

Re: White Power!!!

í Tilveran fyrir 17 árum
Kristnir voru fyrst sértrúarsöfnuður innan Gyðingdómsins… Ættir að kynna þér þetta aðeins betur en samkvæmt trúarritunum eru gyðingar, kristnir og múslimar allir afkomendur Abrahams og sona hans. Þess vegna eru þessi trúarbrögð oft kölluð Abrahamísk (eða abrahamic á ensku).
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok