Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Vandamál Höfuðborgarinnar í hnotskurn..

í Stjórnmál fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Held að það sé það eina raunhæfi í stöðunni er að gera strætó frían, ef að stjórnvöld ætla Strætó.bs að keppa við einkabílinn

Re: Elton John á Íslandi, djöfulsins fáviti!

í Gullöldin fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Ekki koma þessir peningar úr mínum vasa, þeir komu úr vasa Ólafs Ólafssonar stjórnarformanns Samskipa. Þessi veisla var ekki kostuð af Samskipum heldur af gaurnum sjálfum, Samskip eru ekki að borga krónu fyrir þetta, gaurinn er bara að halda upp á afmælið sitt. Það er ekki siðlaust að borga 70 milljónir fyrir Elton heldur er Elton siðlaus fyrir að setja upp 70 milljóna verðmiða.

Re: Skrýtið nafn

í Manager leikir fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Það er réttað Myanmar hét eitt sinn Burma og er oft kallað það, en samt heitir það opinberlega Myanmar, innfæddir hafa alltaf kallað landið sitt Myanmar, það var skírt Burma af nýlenduherrunum Bretum, held ég.

Re: Fjandinn hafi Davíð Sveinsson!

í Manager leikir fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Ekki hélstu að þú gætir unnið FH? Þetta er innbyggt inn í leikinn, FH tapar aldrei, því þannig er það jú í alvörunni.

Re: Þórunn Maggý

í Dulspeki fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Hringdu í allar konurnar á þessum lista og þegar þær svara spurðu þá “Hver er ég?” og ef þær geta það ekki eru þær augljóslega ekki skyggnar eða bera neinn vott af miðilgáfu. Þetta ætti að vera auðvelt próf, hin rétta Þórunn ætti að sjálfsögðu að geta svarað þér strax, jafnvel áður en hún svarar hún ætti að geta sagt “Hæ (eitthvað nafn)” því hún er nú einu sinni miðill.

Re: RÚV Nefskattur

í Deiglan fyrir 17 árum, 10 mánuðum
ég er ekki hrifin af þessum nefskatti, því þá þurfa allir að borga, sama hvort að maður eigi sjónvarp eða ekki. Ég er alveg sáttur við afnotagjöld, Rúv er bara að gera gríðarlega góða hluti oft á tíðum, þeir eru til dæmis að flytja okkur handboltan, þeir sýna frá hinum og þessum menningarviðburðum í lífi okkar Íslendinga. ég skal með fegins hendi láta frá mér 1000 kall á mánuði í að styrkja svona menningarstarfsemi. En bara ef ég á sjónvarp, því ég hafði ekkert hugsað mér að kaupa sjónvarp í...

Re: Á hvað trúið þið?

í Dulspeki fyrir 17 árum, 10 mánuðum
það má vel vera að Jésú hafi verið til, ég held meira að segja að hann hafi verið til, en þó ekki einhver guðssonur. Ég var bara að benda á að það er engin fáfræði að halda því fram að Jésú hafi ekki verið til, það eru bara til voða fáar sannanir um tilveru hans. Jésu kom svo sannarlega ekki fyrstur með þennan kærleik og fyrirgefningu, svoleiðis má finna til dæmis í Zaraþústratrúarbrögðum Persa og í ritum Konfúsíusar sem eru sirka 1300 árum á undan Jésu, einnig ritaði Aristóteles (ca. 400...

Re: Diet...

í Húmor fyrir 17 árum, 10 mánuðum
sá þennan í Futurama fyrir langa löngu, held að þetta sé í einhverri valmyndinni að þá er það Zoidberg sem segir “I'm on the see food diet, I see food but htey don't let me eat it” og fer að hágrenja

Re: AMC í nýjasta FM

í Manager leikir fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Cardenas er samt natural í MC og AMC stöðunum, hann spilar aðallega þar hjá mé

Re: AMC í nýjasta FM

í Manager leikir fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Ismael Aissati, reyndar er Koaman tregur til að selja hann

Re: pirrandi lög...

í Tilveran fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Tölva getur verið notuð sem hljóðfæri alveg eins og synthazizer eða hvað skemmtari sem e

Re: Hertar & uppfærðar reglur

í Ljóð fyrir 17 árum, 10 mánuðum
En ef að stafsetningar og málfarsvillur eru notaðar í “listrænum” tilgangi, það er til dæmis hægt að tjá allskonar tilfinningar og hugsanir með öðruvísi stafsetningu en gengur og gerist.

Re: Tab

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 10 mánuðum
vá, þú berð sko nafn með rentu

Re: Dauðinn.

í Dulspeki fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Svo ég vitni nú í Hallgrím Helga Lífið er hlé á dauðanum

Re: Gamall

í Manager leikir fyrir 17 árum, 10 mánuðum
ætli ég hafi ekki byrjað 97/98 en samt ekki að fullri alvöru fyrr en í 0102

Re: Örvhent fólk

í Tilveran fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Er þetta ekki bara lúinn brandari, held að þú og vinkona þín séuð að taka þetta allt og nærri ykkur.

Re: SÁÁ eða Samhjálp??

í Deiglan fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Eru ekki AA og allt það líka byggt á trúarlegum grunni?, allt þetta 12 spora kjaftæði. Það hefur sannað sig að meðferð sem byggð er á faglegum og ótrúarlegum grunni (svosem sálræn atferlismeðferð) er að gera sig mun betur en þetta trúar mömbódjömbó. Þessi stefna ríkisins er fáranleg, vægast sagt.

Re: Elton John á Íslandi, djöfulsins fáviti!

í Gullöldin fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Hann á peningin, hann vill og getur fengið Elton John, þá fær hann sér Elton John, ekkert flóknara en það reyndar hugsa ég að flestir gestirnir hefðu sætt sig við Geir Ólafs eða álíka en hann vill bara vera grand á því ertu kannski fúll því hann hringdi ekki í pappa þinn, hehe?

Re: Elton John á Íslandi, djöfulsins fáviti!

í Gullöldin fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Þessi Ólafur var nú að enda við að stofna einhvern styrktarsjóð handa einhverjum smælingjum eða eitthvað þannig að ég mundi nú fara rólega í að ausa yfir hann fúkyrðum

Re: Bretar...

í Deiglan fyrir 17 árum, 10 mánuðum
nei nei, mér er eiginlega alveg skítsama um hvalveiðar, mér finnst bara sárt og ég verð hálfreiður þegar svona hræsni fær fram að ganga, þetta er ekkert annað en áras á íslenst stjórnkerfi og Ísland yfirhöfuð, þeir eru bara með helvítis yfirgang og læti, þeir eru að móðga okkur og ég tek það nærri mér, ég veð reiður. Sérstaklega þar sem þetta er bara pjúra hræsni og atkvæðaveiðar lélegra stjórnmálamanna.

Re: Múhammeð. Hálfviti með hitasting eða spámaður?

í Dulspeki fyrir 17 árum, 10 mánuðum
þetta er notað yfir Gyðinga í þeim köflum sem ég hef lesið af Nýja Testamentinu

Re: Bretar...

í Deiglan fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Ég er einhvern vegin viss um að fleiri dýr deyji vegna mengunar úr Sellafield heldur en af þessum hvalveiðum íslendinga

Re: Hvaða lið upp um deild?

í Manager leikir fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Doncaster komust líka upp í einu minna seiva

Re: Bretar...

í Deiglan fyrir 17 árum, 10 mánuðum
þeir eru ennþá bitrir eftir að við rákum þá úr lögsögu okkar, í fjögur skipti og auðmýktum þá á alþjóðagrundvelli.

Re: Blind Lemon Jefferson

í Jazz og blús fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Mér finnst hann ekkert sérstaklega ófríður hann er bara svoldið beibífeis það er kannski gaman að taka það fram að þessi mynd er sú eina sem er til af honum, þannig að kannski er þetta bara gretta hjá honum og í rauninni leit hann allt öðruvísi út.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok