Litla Asía var á fornum tímum í sterku sambandi við Evrópu, sem hluti af Forn Grikklandi og Rómarveldi. Menning Persa (forverar Tyrkja) hafði mikil áhrif á Evrópska menningu, kannski mest í gegnum Forn Grikki þar sem margar fjölmennustu og glæsilegustu borgir Grikklands lágu á ströndum Tyrklands. Við fengum kristnina beint frá Miðausturlöndum. Ef Tyrkjum fýsir að ganga í Evrópusambandið og ef þeir uppfylla allar kröfur að þá sé ég enga ástæðu til að hindra inngöngu þeirra neitt frekar, en...