Jú, Samwise er nefnilega einmitt aðalhetjan, frá einu sjónarhorni. Hann er sá heimakæri, sá sem hafði bara eitt “ó-Hobbitalegt” við sig og það var að hann langaði að sjá álfa. Að hann skyldi fara alla þessa leið að heiman, styðja Frodo í gegnum þykkt og þunnt, það er hetjuskapurinn. Frodo hefði aldrei komist þetta án Sam, aldrei. Í raun er LotR náttúrulega hetjusaga, í henni eru allir hetjur, jafnvel kvikindi eins og Gollum. Málið er að þeir eru hetjur miðað útfrá mismunandi forsendum, sumir...